fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Varane til sölu á góðu verði – Stekkur Solskjær á tilboðið?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 16:30

Raphael Varane er orðaður við Man Utd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid er tilbúið að selja Raphael Varane í sumar ef marka má fréttir sem komu í erlendum miðlum í dag. Real Madrid þarf að safna fjármunum til að geta átt möguleika á Kylian Mbappe í sumar.

Í erlendum miðlum segir að Real Madrid sé tilbúið að selja Varane fyrir um 60 milljónir punda í sumar, þá mun hann eiga eitt ár eftir af samningi sínum.

Real Madrid ætlar að reyna að fjármagna kaup á Mbappe í sumar, félagið gæti selt Varane og þá vonast félagið til að losna við Gareth Bale af launaskrá fyrir fullt og allt. Félagið vonast eftir því að góðar frammistöður Bale síðustu vikur hjálpi til með það.

Manchester United hefur lengi verið orðað við Varane en vitað er að Ole Gunnar Solskjær vill kaupa miðvörð til félagsins í sumar.

Varane er 27 ára gamall en hann gekk í raðir Real Madrid árið 2011, hann hefur síðan þá reynst félaginu afar vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll