fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Pochettino telur að Mbappé skorti aðeins eitt til þess að verða bestur í heimi

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 19:36

Kylian Mbappé. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Paris-Saint Germain, telur að ekki muni líða að löngu þar til Kylian Mbappe, leikmaður liðsins, verði besti knattspyrnumaður í heimi.

Í raun telur Pochettino að Mbappé skorti aðeins meiri tíma og reynslu til þess að verða besti leikmaður í heimi.

Mbappe er aðeins 22 ára gamall en hefur þrátt fyrir það orðið Frakklandsmeistari í fjórgang og orðið heimsmeistari með franska landsliðinu.

„Hann hefur mögleikann á því (að verða betri en Messi og Ronaldo). Honum skortir ekki neitt nema meiri tíma. Við getum ekki hraðað ferlinu, hann er nú þegar á meðal bestu knattspyrnumanna í heiminum að mínu mati.

Mbappé hefur spilað 155 leiki fyrir Paris-Saint Germain, skorað 113 mörk og gefið 59 stoðsendingar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll