fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Íslenska undrabarnið á borði þeirra stærstu – Gerist eitthvað í sumar?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalskir fjölmiðlar fjalla í dag um Ísak Bergmann Jóhannesson, íslenska undrabarnið sem leikur með IFK Norrkoping í Svíþjóð.

Þar segir að ítalska stórliðið Inter hafi mikinn áhuga á Ísaki og hafi sent útsendara sína á síðustu leiktíð til að fylgjast með framgangi hans í Svíþjóð.

Margir áttu von á því að Ísak yrði keyptur frá Norrkoping nú í janúar en ekkert varð af því. Ísak verður 18 ára gamall í lok mars en hann var magnaður með sænska félaginu á síðustu leiktíð.

Í ítölskum fjölmiðlum er einnig rætt um áhuga Juventus á kappanum og þá segir að Manchester United hafi einnig mikinn áhuga.

Ísak hefur sjálfur sagt að það væri draumur að spila fyrir Manchester United en hann bjó á sínum tíma í Manchester þegar Jóhannes Karl Guðjónsson, faðir hans, spilaði sem atvinnumaður í Englandi.

Líkur eru á að stórlið reyni að kaupa Ísak í sumar en öll stærstu lið Evrópu hafa sent útsendara til að fylgjast með honum Ísak spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland gegn Englandi í nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“

Sjáðu fallegt bréf sem Trent mætti með á Anfield í kvöld til minningar um Jota – „Ég brosi í hvert skipti sem ég hugsa um þig“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Útskýrir af hverju hann situr á gólfinu allan daginn

Útskýrir af hverju hann situr á gólfinu allan daginn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Góður liðsstyrkur til Valsara

Góður liðsstyrkur til Valsara
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan