fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Rooney réttir fram sáttarhönd – En þó aðeins ef Vardy er til í að viðurkenna hluti

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Coleen Rooney eiginkona Wayne Rooney hefur rétt fram sáttarhönd svo að mál Rebekah Vardy gegn henni endi ekki fyrir dómstólum. Vardy lagði fram kæru eftir að Rooney sakaði hana um að leka gögnum í ensk götublöð.

Vardy kveðst saklaus af málinu en Rooney er til í að láta málið niður falla og greiða sína sekt, ef Vardy er klár í að viðurkenna þátt sinn í lekanum.

Enska götublaðið The Sun hefur síðustu ár flutt mikið af fréttum af Coleen Rooney og eiginmanni hennar, Wayne Rooney. Til að byrja með voru fréttirnar allt um persónulegt líf þeirra hjóna. Til að byrja með voru fréttir The Sun allar réttar, upplýsingarnar komu eftir að Coleen Rooney, hafði deilt upplýsingum með nánum vinum á Instagram.

Coleen skildi ekki af hverju allar þessar upplýsingar rötuðu í The Sun, hún var aðeins með nána vini á þessum lokaða Instagram reikningi. Það kom því ekkert annað til greina en að vinkona eða vinur hennar væri að leka upplýsingum í blaðið. ,,Í nokkur ár hefur einhver sem ég treysti til að fylgja mér á persónulegum Instagram reikningi, lekið upplýsingum í The Sun,“ skrifaði Coleen þegar hún sakaði Vardy um að leka í blöðin.

Vardy hefur alltaf hafnað sök en Coleen er örugg á því að þetta hafi komið frá aðgangi Vardy, líklega einhver sem sá um samfélagsmiðla hennar.

Á síðasta ári sagði Coleen frá því að sú sem væri undir grun væri Rebekah Vardy, eiginkona Jamie Vardy fyrrum samherja Wayne Rooney. ,,Síðustu fimm mánuði hef ég deilt helling af falsfréttum til að sjá hvort það myndi rata í The Sun. Það gerðist, fréttir um að velja kyn af næsta barni í Mexíkó. Að ég væri að snúa aftur í sjónvarp og það nýjasta, að það væri leki í kjallaranum okkar,“ allt þetta rataði í The Sun og Rebekah Vardy var sú eina sem sá færslurnar. ,,Ég hef vistað allar myndir sem sanna að bara einn aðili hefur séð þessar sögur á Instagram. Það er Rebekah Vardy,“ skrifaði Coleen.

Vardy er einnig sögð vilja sleppa við réttarhöld í málinu og gætu þessar gömlu vinkonur náð samkomulagi um upphæð sem færi til góðgerðarmál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Keane ræðir um starf Heimis: Talar um farsa þegar hann var ráðinn – „Gætu ekki skipulagt gleðskap í brugghúsi“

Keane ræðir um starf Heimis: Talar um farsa þegar hann var ráðinn – „Gætu ekki skipulagt gleðskap í brugghúsi“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

LIðsfélagi Gyökeres fer yfir það hvernig hann er – „Algjört skrímsli“

LIðsfélagi Gyökeres fer yfir það hvernig hann er – „Algjört skrímsli“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hæstiréttur hafnar beiðni KA sem þarf að taka upp veskið og borga Arnari

Hæstiréttur hafnar beiðni KA sem þarf að taka upp veskið og borga Arnari
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal sagt tilbúið að selja tvo sóknarmenn í janúar

Arsenal sagt tilbúið að selja tvo sóknarmenn í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segja Reykjarvíkurborg þrengja að íþróttasvæði í Laugardalnum

Segja Reykjarvíkurborg þrengja að íþróttasvæði í Laugardalnum
433Sport
Í gær

Áfall hjá City fyrir stórleik helgarinnar

Áfall hjá City fyrir stórleik helgarinnar
433Sport
Í gær

Framkvæmdir ganga hægt hjá Barcelona – Þurfa að fresta því að spila á heimavelli

Framkvæmdir ganga hægt hjá Barcelona – Þurfa að fresta því að spila á heimavelli