fbpx
Föstudagur 17.september 2021
433Sport

Páll verulega ósáttur við vegferð ÍTF: „Hafa þanist út eins og sveitarfélag“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 11:00

Páll fyrir miðju

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Kristjánsson lögmaður og formaður knattspyrnudeildar KR er ekki ánægður með vegferðina sem ÍTF, hagsmunasamtök liða í efstu tveimur deildum fótboltans er á. Íslenskur toppfótbolti byrjaði sem hagsmunasamtök fyrir lið í efstu deild.

Samtökin hafa breyst á síðustu árum og eiga nú félög í næst efstu deildum karla og kvenna sæti í félaginu. Félagið er því orðið ansi stórt og allar stærstu knattspyrnudeildir landsins eiga þar sæti, sömu aðilar eru svo aðilar að KSÍ. Páll telur að ÍTF sé á rangri leið. Fleiri hafa bent á það sama, t.d. að hagsmunir Vals sem er ansi nálægt því að vera atvinnumannalið eru ekki þeir sömu Aftureldingar sem leikur í næst efstu deild.

Páll ritar í dag greint sem hann birtir á Fótbolta.net og segir meðal annars. „Íslenskur Toppfótbolti er ekki lengur sérstakur félagsskapur liða í fremstu röð, heldur er þetta félagsskapur sem stendur opinn svo að segja öllum. Toppfótbolti þjónar ekki hagsmunum stærstu félaganna eins og lagt var upp með. Samtökin eru ekki á þeim stað sem stefnt var að, heldur hafa þau þanist út eins og sveitarfélag og gera lítið annað en enduróma starfsemi KSÍ. Íslenskur Toppfótbolti sinnir í þessu formi aðeins verktöku fyrir KSÍ,“ skrifar Páll í pilsti sínum.

Páll segir að bestu lið landsins hafi talsverða hagsmuna að gæta, hagsmunir þeirra fari ekki saman með öðrum. „Íslensk topplið hafa umtalsverðra hagsmuna að gæta í rekstri sínum og starfsumhverfi og liðin þurfa að reka öfluga hagsmunabaráttu til að tryggja þá hagsmuni. Og traustur þjónn má ekki eiga marga herra. Toppfótboltinn, með alla sína félagsmenn, ætlar að tala máli allra en mun ekki ná því marki að óbreyttu. Toppfótboltinn er kerfislega, stjórnskipunarlega, jafn illa til þess fallinn eins og KSÍ.“

Páll kallar eftir því að ÍTF velji sér herra, annars séu ÍTF tilgangslaus samtök. „Ég tel tímabært að forsvarsmenn Íslensks Toppfótbolta velji sér herra og starfi í hans raunverulegu þágu. Að öðrum kosti má félagsskapurinn heita deild innan KSÍ,“ skrifar Páll í pistli sínum á Fótbolta.net.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru bestu lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar

Þetta eru bestu lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Dóra María spilar með einni sem a pabba sem er yngri en hún – „Upplifi mig oft sem mikið aðhlátursefni“

Dóra María spilar með einni sem a pabba sem er yngri en hún – „Upplifi mig oft sem mikið aðhlátursefni“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Heimir Hallgrímsson á RÚV í gær – Sagði frá lykilatriðinu í að ná árangri með Ísland

Heimir Hallgrímsson á RÚV í gær – Sagði frá lykilatriðinu í að ná árangri með Ísland
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ísland í frjálsu falli á lista FIFA undir stjórn Arnars

Ísland í frjálsu falli á lista FIFA undir stjórn Arnars
433Sport
Í gær

Aðdáendur brjálaðir yfir treyjunúmeri Falcao – ,,Mér verður óglatt“

Aðdáendur brjálaðir yfir treyjunúmeri Falcao – ,,Mér verður óglatt“
433Sport
Í gær

Rikki G hraunar yfir Val: ,,Man varla eftir annari eins brotlendingu“ – Gaupi telur útilokað að Heimir verði rekinn

Rikki G hraunar yfir Val: ,,Man varla eftir annari eins brotlendingu“ – Gaupi telur útilokað að Heimir verði rekinn
433Sport
Í gær

Sjáðu augnablikið þegar skot Ronaldo hafnaði í konunni

Sjáðu augnablikið þegar skot Ronaldo hafnaði í konunni
433Sport
Í gær

ÍBV staðfestir að Helgi hætti – Hver tekur við ?

ÍBV staðfestir að Helgi hætti – Hver tekur við ?