fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Lengjubikarinn: Valur og Breiðablik með stórsigra – Stjarnan vann ÍA

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 20:55

© 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum lauk í kvöld í A-deild Lengjubikars karla. Valur og Breiðablik fóru létt með andstæðinga sína og unnu stórsigra. Þá hafði Stjarnan betur gegn ÍA.

Á Eimskipsvellinum í Laugardal tóku Þróttarar á móti Breiðablik. Blikar leiddu 2-0 í hálfleik og bættu síðan við þremur mörkum í seinni hálfleik frá Brynjólfi Willumssyni, Róberti Orra Þorkelssyni og Damir Muminovic..

Leikurinn endaði með 5-0 sigri Blika sem eru eftir leikinn í 1. sæti fjórða riðils með 6 stig eftir 2 leiki. Þróttarar eru í 3. sæti með 3 stig.

Á Samsungvellinum í Garðabæ tóku Stjörnumenn á móti ÍA. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Stjörnunnar en bæði mörk leiksins komu í fyrri hálfleik.

Stjarnan er eftir leikinn í 1. sæti riðilsins með 6 stig eftir tvo leiki. ÍA er í 2. sæti með 3 stig.

Á Origovellinum mættust heimamenn í Val og Grindavík. Staðan var 1-1 eftir 17 mínútna leik en þá settu Valsmenn í fluggír.

Leikurinn endaði með 8-1 sigri Íslandsmeistaranna þar sem Tryggvi Hrafn Haraldsson og Arnór Smárason voru meðal annars á skotskónum.

Valur er eftir leikinn í 1.sæti síns riðils með 6 stig eftir tvo leiki. Grindavík er í 6. sæti með 0 stig.

Valur 8 – 1 Grindavík
1-0 Tryggvi Hrafn Haraldsson (‘6)
1-1 Sigurður Bjartur (‘8)
2-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson (’18)
3-1 Sigurður Egill Lárusson (’23)
4-1 Sigurður Egill Lárusson (’44)
5-1 Patrick Pedersen (’62)
6-1 Kristófer Jónsson (’66)
7-1 Kristinn Freyr Sigurðsson (’86)
8-1 Arnór Smárason (’90)

Þróttur R. 0 – 5 Breiðablik
0-1 Markaskorara vantar
0-2 Markaskorara vantar
0-3 Brynjólfur Andersen Willumsson
0-4 Róbert Orri Þorkelsson
0-5 Damir Muminovic

Stjarnan 2 – 0 ÍA
1-0 Tristan Freyr Ingólfsson
2-0 Hilmar Árni Halldórsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amorim telur að síðasta krabbameinið úr hópnum fari í dag

Amorim telur að síðasta krabbameinið úr hópnum fari í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sagður þéna 200 milljónir á viku en segir það komi með fleiri vandamál en fólk átti sig á

Sagður þéna 200 milljónir á viku en segir það komi með fleiri vandamál en fólk átti sig á
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mikil reiði eftir að aðilar reyndu að ná myndum af frægum nöktum karlmönnum – Sjáðu atvikið

Mikil reiði eftir að aðilar reyndu að ná myndum af frægum nöktum karlmönnum – Sjáðu atvikið
433Sport
Í gær

Rekstur KSÍ fyrir þetta ár á áætlun – Gert ráð fyrir rekstrargjöld verði tæpir 2 milljarðar

Rekstur KSÍ fyrir þetta ár á áætlun – Gert ráð fyrir rekstrargjöld verði tæpir 2 milljarðar
433Sport
Í gær

Breska ríkisútvarpið talar um hrylling og telja að starf Heimis sé í verulegri hættu

Breska ríkisútvarpið talar um hrylling og telja að starf Heimis sé í verulegri hættu