fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Ætla að nota Odegaard sem beitu til að krækja í Haaland

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid ætlar ekki að selja Martin Odegaard í burtu frá félaginu í sumar og fyrir því er aðeins ein ástæða ef marka má spænska fjölmiðla. Félagið ætlar að nota Odegaard sem beitu til þess að sannfæra Erling Haaland um að velja Real Madrid.

Búist er við að Haaland verði eftirsóttur í sumar og að félög verði klár í að borga meira en 65 milljónir punda, slík klásúla kemur upp í samningi Haaland eftir rúmt ár.

Odegaard er í láni hjá Arsenal þessa stundina en Real Madrid hefur ekki áhuga á að selja hann.

Dortmund er að berjast við að ná Meistaradeildarsæti í Þýskalandi, mistakist félaginu það er næsta víst að Haaland verður til sölu.

Mundo Deportivo segir að Real Madrid vilji halda í Odegaard til þess að auka líkur sínar á að krækja í einn besta knattspyrnumann í heimi.

Haaland er tvítugur en hefur á rúmu ári hjá Dortmund stimplað sig inn sem einn allra besti knattspyrnumaður í heimi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina