fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
433Sport

Mbappe tók tveggja tíma fund í einkaflugvél með eiganda Liverpool

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 17:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylian Mbappe er einn besti knattspyrnumaður í heimi og PSG reynir að sannfæra hann um að vera áfram hjá félaginu. Samningur Mbappe við PSG rennur út sumarið 2022.

Félagið gæti því verið í þeirri stöðu í sumar að þurfa að selja hann eða eiga í hættu á að missa hann frítt.

Mbappe er reglulega orðaður við Real Madrid en Liverpool hefur haft áhuga og ekki er útilokað að þessi franska ofurstjarna endi á Anfield.

Árið 2017 þegar ungur Mbappe var að fara frá Monaco til PSG þá hafði Liverpool áhuga, svo mikinn áhuga að eigandi félagsins flaug til Monaco á einkaflugvél sinni.

John W Henry tók Mbappe á rúntinn í einkaflugvél sinni og þar ræddu þeir málin í tvær klukkustundir á meðan vélin flaug yfir Nice og aðra nærliggjandi staði. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool tók upp símann og reyndi að sannfæra hann.

Á endanum valdi Mbappe að fara til PSG en í sumar gæti Liverpool aftur átt möguleika, Mbappe er með stóran samning við Nike sem sér um allan fatnað Liverpool. Það gæti hentað báðum merkjum að fá ofurstjörnu inn á Anfield.

„Ég er ekki að grínast,“ sagði Jamie Carragher fyrrum leikmaður Liverpool í vikunni, hann telur að félagið geti fengið Mbappe í sumar.

„Ég horfi í þær staðreyndir að Liverpool taldi sig eiga góðan möguleika þegar hann var hjá Monaco. Ég veit að Klopp hefur talað við hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Reyna að snúa við hörmulegu gengi og eru með Kanadamann á blaði

Reyna að snúa við hörmulegu gengi og eru með Kanadamann á blaði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Moyes vill tvo leikmenn United í janúar

Moyes vill tvo leikmenn United í janúar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar
433Sport
Í gær

Fjórir leikmenn fjarverandi hjá United í kvöld

Fjórir leikmenn fjarverandi hjá United í kvöld
433Sport
Í gær

Sagður vera veikur en þynnkan virðist hafa sigrað hann á ögurstundu

Sagður vera veikur en þynnkan virðist hafa sigrað hann á ögurstundu
433Sport
Í gær

Verður lítið að frétta í janúar en vilja styrkja þessar stöður í sumar

Verður lítið að frétta í janúar en vilja styrkja þessar stöður í sumar