Manchester United tók á móti West Ham United í 5. umferð enska bikarsins í fyrradag. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Manchester United en grípa þurfti til framlengingar til að skera úr um sigurvegara leiksins. Leikið var á Old Trafford.
Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar.
Markið sem beðið var eftir kom í framlengingunni því að á 97. mínútu skoraði Scott McTominay, leikmaður Manchester United eftir stoðsendingu frá Marcus Rashford. Þetta reyndist sigurmark leiksins og er Manchester United því komið áfram í næstu umferð enska bikarsins.
Bruno Fernades var klár í að skjóta á markið þegar McTominay kom inn og hamraði boltanum í netið. Fernandes sló á létta strengi og öskraði á McTominay. „Þessi bolti var fyrir mig fáviti,“ sagði Fernandes þegar hann fagnaði með skoska miðjumanninum.
Fernandes to Mctominay after his goal: “Hey, the ball was for me M*therF***er” 💀😭
— United Zone (@ManUnitedZone_) February 10, 2021
Ástarsamband þeirra hefur vakið athygli síðustu vikur en Fernandes sparkaði í átt að McTominay þegar hann skoraði gegn Southampton á dögunum.
Bruno kicking Scott after his goal against Southampton 🚀
Great to see the relationship between the players 😂😂💯pic.twitter.com/KaSDW7pKjo
— United Zone (@ManUnitedZone_) February 10, 2021
Þeir hafa svo slegið á létta strengi á Instagram eins og sjá má hér að neðan.