Manchester United valtaði yfir Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær en þeir léku manni færri í 88. mínútur þar sem Alexandre Jankewitz var rekinn af velli eftir tveggja mínútna leik eða 79 sekúndur öllu heldur, Aron Wan-Bissaka skoraði fyrsta mark Manchester United á 18. mínútu og bætti svo Marcus Rashford við því öðru á 25. mínútu.
Jan Bednarek varð svo fyrir því óhappi að skora sjálfsmark á 34. mínútu og skoraði Edinson Cavani fjórða mark United og staðan 4-0 í hálfleik.
Manchester United hélt markaskoruninni áfram í seinni hálfleik og skoraði Anthony Martial á 69. mínútu og bætti svo Scott McTominay við því sjötta á 71. mínútu, Jan Bednarek gerði sig svo brotlegann í eigin teig og var rekinn af velli fyrir vikið, Bruno Fernandes skoraði svo mark úr víti á 88. mínútu og Anthony Martial bætti svo við áttunda marki United á 90. mínútu og innsiglaði svo Daniel James 9-0 sigur Manchester United með marki á fjórðu mínútu uppbótatíma.
Lokatölur 9-0 fyrir Manchester United sem eru jafnir stigum Manchester City á toppnum en þeir eiga tvo leiki til góða.
Atvikið sem er mest rætt etir leik er vítaspyrnan sem Manchester United fékk og kom liðinu í 7-0. Martial fiskaði spyrnuna og hefur verið sakaður um dýfu.
Martial dive before the defender even engage him!! You can’t tell me that This league isn’t rigged!!! pic.twitter.com/PlJab1ARDB
— Mario Dacres ⚽️ (MGtv) (@DacresMario) February 2, 2021
Svo virðist sem Martial hafi sjálfur viðurkentn að þetta hafi ekki verið brot, Bednarek sem hafði skorað sjálfsmark í fyrri hálfleik var niðurbrotinn að vera rekinn af velli.
„Martial sagði að þetta væri ekki brot,“ sagði Bednarek þegar hann gekk af velli, ósáttur með Mike Dean dómara.
"Martial said it's not a foul!"
Jan Bednarek was not happy with the decision that saw him sent off 👀 pic.twitter.com/GxhGv8ncu1
— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 2, 2021