Marcos Rojo gekk til liðs við Boca Juniors í gær en hann hefur leikið með Manchester United frá árinu 2014 og spilaði á þeim tíma 122 leiki fyrir rauðu djöflana.
Fyrir flesta leikmenn væri það nú ekki mikið afrek að láta ekki reka sig af velli en hins vegar er það kraftaverk að Rojo hafi aldrei verið rekinn af velli fyrir öll þau brot sem hann framdi í tíma sínum hjá United.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá samantekt sem stuðningsmaður Manchester United gerði af þeim brotum sem að Rojo framdi og hægt er að undra sig á því hvar dómari leiksins hafi verið og að sagan hefði sennilega verið önnur ef að VAR hefði verið kynnt til sögunar fyrr.
On the eve of Him leaving ,I have Just seen this Rojo compilation. 😂😂😂
It's hard not to like him. 👊🇾🇪 #MUFC pic.twitter.com/NopOBIY3yq
— Marky Carter (@marky_carter) January 29, 2021