fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Segir að brottreksturinn hafi ekki átt að koma honum á óvart

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 17:00

Frank Lampard. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frank Lampard var rekinn úr starfi sem knattspyrnustjóri Chelsea fyrir viku síðan, tíðindin komu mörgum á óvart enda Lampard stærsta goðsögn í sögu félagsins.

Lampard var á sínu öðru tímabili með félagið, eftir fína byrjun á tímabilinu hallaði undan fæti og félagið ákvað að reka hann. Roman Abramovich, eigandi Chelsea er yfirleitt fljótur að reka stjóra þegar illa gengur.

Það kom hins vegar mörgum á óvart að Lampard fengi ekki ögn meiri vinnufrið, hann hafði lagt sitt að mörkum sem leikmaður og náð fínasta árangri á sínu fyrsta ári í fyrra.

„Þetta kom ekki á óvart vegna þess að sögurnar voru komnar í blöðin. Ég taldi að hann myndi fá meiri tíma, þú verður samt ekki lengur hissa þegar Chelsea á í hlut,“ segir Gary Neville sérfræðingur Sky Sports um málið.

Neville rifjaði svo upp þegar André Villas-Boas var rekinn frá Chelsea árið 2012. „Ég fer aftur til Napoli fyrir einhverjum níu árum, leikur í Meistaradeildinni og Villas-Boas hafði sett Lampard, Michael Essien og fleiri stór nöfn á bekkinn.“

„Leikmenn Chelsea fóru þá að hringja í fjölmiðlamenn og vildu láta reka Villas-Boas, Lampard var í þeim hópi.“

„Chelsea hefur alltaf hagað sér svona gagnvart stjórum, Lampard veit þetta og þetta ætti því ekki að koma honum á óvart. Hann hefur séð alla þessa stjóra koma og fara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hörmungar miðjumanns Chelsea halda áfram

Hörmungar miðjumanns Chelsea halda áfram
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Loka skólum fyrr í dag vegna mótmæla

Loka skólum fyrr í dag vegna mótmæla
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“