fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Hagfræðingur segir laun Messi eðlileg – Barcelona stórgræðir á honum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 16:00

Lionel Messi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagfræðingur heldur því fram að Barcelona hagnist verulega á því að hafa Lionel Messi í sínum herbúðum, þrátt fyrir að hann þéni all svakalega hjá félaginu.

Samningur sem Messi gerði við Barcelona árið 2017 lak í fjölmiðla þar í landi um helgina. Þar kemur fram að Messi geti þénað 555 milljónir evra á fjórum árum með öllum bónusum sem í boði eru, ljóst er að hann nær ekki þeirri upphæð.

Hins vegar er öruggt að Messi fær 138 milljónir evra í laun á hverju tímabili, hann fékk 115 milljónir evra í sinn vasa þegar hann skrifaði undir og 77 milljónir evra fær hann í bónusgreiðslur á árunum fjórum fyrir að vera hliðhollur félaginu.

Það er hins vegar öruggt að Messi fær meira en 51 milljarð íslenskra króna á árunum fjórum, hann er ekki sáttur með að tölurnar hafi lekið í blöðin.

Marc Ciria hagfræðingur á Spáni segir laun Messi endurspegla virði hans fyrir Barcelona, hann segir að Messi skili Börsungum um 270 milljónum punda í tekjur á hverju ári.

Treyjur með nafni Messi seljast vel og segir Ciria að um 2 milljónir treyja með nafni Messi seljist á ári hverju. Fjöldi fólk mæti á völlinn, bara til að sjá Messi og fleira í þeim dúr.

Ciria reiknar með því að Messi skili Barcelona um 150 milljónum punda í hagnað á hverju ári, eftir að búið er að greiða honum laun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hörmungar miðjumanns Chelsea halda áfram

Hörmungar miðjumanns Chelsea halda áfram
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Loka skólum fyrr í dag vegna mótmæla

Loka skólum fyrr í dag vegna mótmæla
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“