fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Segir Messi vera betri en ber meiri virðingu fyrir Ronaldo – „Gerir hluti sem aðrir leikmenn geta ekki gert“

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 30. janúar 2021 12:01

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi sérfræðingur á Sky Sports, segir að Lionel Messi, leikmaður Barcelona sé besti leikmaður í heimi.

Eitt aðal deiluefni knattspyrnuáhugamanna síðustu ár hefur snúist um það hvor sé betri knattspyrnumaður Messi eða Cristiano Ronaldo. Carragher var spurður um sína skoðun í Pure Football hlaðvarpinu.

„Messi, ég hef aldrei vikið frá þeirri skoðun. Ég held að ég deili þeirri skoðun með meirihlutanum. 

Carragher segist hins vegar bera meiri virðingu fyrir Ronaldo.

„Ég ber meiri virðingu fyrir Ronaldo, ástæðan fyrir því er sú að hann er með mikla hæfileika en hugarfar hans, fókusinn og vinnusemin, hafa gert hann að þeim knattspyrnumanni sem hann er í dag,“ sagði Carragher.

Hann segir að það sé munur á því hvernig Ronaldo og Messi spila.

„Ronaldo gerir hluti sem aðrir leikmenn geta gert, en hann gerir þá oftar. Hann skorar fleiri mörk en Messi gerir hluti sem aðrir leikmenn geta ekki gert,“ sagði Jamie Carragher í Pure Football hlaðvarpinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Í gær

England: Chelsea missteig sig á heimavelli

England: Chelsea missteig sig á heimavelli
433Sport
Í gær

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur
433Sport
Í gær

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu