fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Sagði frá rifrildi Nistelrooy og Ronaldo – „Hann ætti að vera í sirkusnum“

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 30. janúar 2021 09:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Ferdinand, greindi frá því á dögunum að Ruud Van Nistelrooy og Cristiano Ronaldo, hefðu rifist hatrammlega á sínum tíma er þeir spiluðu saman hjá Manchester United.

Nistelrooy var pirraður út í Ronaldo sem átti erfitt með að koma fyrirgjöfum inn í vítateiginn á æfingum og sagði honum að ganga til liðs við sirkusinn. Ferdinand telur að atvikið, sem átti sér stað á æfingu hjá Manchester United, hafi að einhverju leyti gert Ronaldo að þeim leikmanni sem hann er í dag.

„Ronaldo var með boltann út á kanti, gerði gabbhreyfingar á meðan Nistelrooy tók hlaupið inn á teig. Ronaldo gaf ekki boltann, Nistelrooy brjálaðist og öskraði ‘Hann ætti að vera í sirkusnum, ekki á vellinum.’ Nistelrooy yfirgaf æfinguna í kjölfarið,“ sagði Rio Ferdinand um atvikið.

Það hafi hins vegar ekki leikið vafi á því hversu hæfileikaríkur Ronaldo var.

„Hann sýndi ekki sitt besta strax en maður sá hversu hæfileikaríkur hann var og hann gæti skemmt áhorfendum. Leikmenn áttu það til að brjálast út í hann á æfingum,“ sagði Rio Ferdinand.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KFR vann neðstu deild í gær í dramatískum leik

KFR vann neðstu deild í gær í dramatískum leik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár