fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Arsenal goðsögn skilur ekkert í komu Willian – „Afhverju hafa þeir fengið hann til liðsins?“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 18:04

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tony Adams, fyrrverandi fyrirliði Arsenal, er undrandi á komu nokkurra leikmanna til félagsins á undanförnu. Til að mynda komu Willian til félagsins á frjálsri sölu frá Chelsea fyrir tímabilið.

„Afhverju hafa þeir fengið hann til liðsins? Ef það er bara ætlunin að fá hann til að fylla upp í leikmannahópinn af því hann er með smá reynslu, hvert ertu að fara með svolleiðis ákvörðunum?“ sagði Tony Adams í viðtali hjá Stadium Astro.

Hinn 32 ára Willian, fékk þriggja ára samning hjá liðinu og hefur ekki náð að sína sínar bestu hliðar á þessu tímabili. Hann heufr spilað 21 leik með Arsenal, gefið 3 stoðsendingar og á enn eftir að skora mark.

Adams hefur oftar en einu sinni látið heyra í sér varðandi leikmenn sem hafa gengið til liðs við Arsenal. Hann er efins um Edu, tæknilegan ráðgjafa félagsins, sem hefur yfirumsjón með leikmannakaupum.

„Ég hef oft látið í mér heyra varðandi þetta. Edu er óreyndur og félagið reiðir sig að miklu leyti á umboðsmenn til að fá leikmenn til félagsins. Allt í einu ertu kominn með leikmenn á borð við Willian og Cedric Soares sem eru með sama umboðsmanninn,“ sagði Tony Adams.

Tony Adams á sínum tíma með Arsenal

Adams er þó sáttur við ákvörðunina að treysta meira á ungu leikmenn félagsins eins og hefur verið gert í undanförnum leikjum.

„Við erum með marga unga leikmenn sem eru að koma upp, ekki kaupa þessa leikmenn,“ sagði Tony Adams, fyrrverandi fyrirliði Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur