fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Arnór Guðjohnsen gat ekki beðið lengur eftir Björgólfi og tók ákvörðun

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Guðjohnsen einn besti knattspyrnumaður í sögu Íslands er í skemmtilegu og áhugaverðu viðtali við Jóhann Skúla í Draumaliðinu. Arnór gerir þar upp magnaðan feril sinn og velur sína bestu samherja sína.

Arnór átti farsælan tuttugu ára feril í atvinnumennsku og snéri heim árið 1998 og gekk í raðir Vals. Hann hafði talað við KR en þurfti að bíða eftir því að Björgólfur Guðmundsson, þá aðalmaðurinn í starfi KR kæmi til landsins. Arnór hafði ekki þann tíma á höndum.

„Ég var í viðræðum við KR en það dróst svo á langinn, ég var á leiðinni heim. Bjöggi gamli sem var þá aðalkarlinn í KR, var ekki á landinu, hann var á leiðinni heim og ég var beðinn um að bíða. Ég gat það ekki,“ sagði Arnór en sonur hans, Eiður Smári Guðjohnsen lék þá með KR.

Arnór og Eiður hefðu getað spilað saman í KR.

Arnór var að snúa heim þá 37 ára gamall og vildi taka ákvörðun um hvert skildi fara. Hann hafði reynslu af Val og tók skrefið þangað.

„Ég gat ekki beðið mikið lengur, ég þekkti Val miklu betur en KR. Þegar ég var úti þá æfði ég alltaf með Val á sumrin, ég þekkti ágætlega til þarna. Ég var ekki að hugsa um titla, ég var kominn á þann stað að ég var bara að njóta þess að spila fótbolta.“

Valur var í bullandi fallbaráttu á þeim tíma sem Arnór snéri heim en liðinu tókst með herkjum að halda sérí deildinni. „Þeir voru með aðeins þrjú stig þegar ég kom heim, ég vildi bara halda áfram að spila fótbolta. Ég ætlaði ekki að hætta alveg strax.“

Þetta áhugaverða viðtal við Arnór má heyra í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið