fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Oliver þurfti að leita til sérfræðings vegna meiðsla – Hefur nú náð sér eftir langt bataferli

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 15:39

Oliver í leik með Íslandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oliver Stefánsson, leikmaður Norrköping í Svíþjóð hefur þurft að glíma við erfið meiðsli í nára undanfarið. Hann hefur nú náð sér af meiðslunum eftir að hafa hitt sérfræðing í Halmstad. Fjallað er um meiðsli Olivers í Norrköpings Tidingar í dag.

Endurhæfing Olivers hafði ekki gengið sem skyldi allt þar til hann hitti sérfræðing í sænsku borginni Halmstad. Oliver kom sér fyrir á hóteli í borginni og var undir handleiðslu sérfræðingsins næstu tvo mánuðina.

Hann hefur nú náð sér að fullu og getur einbeitt sér að komandi tímum með Norrköping.

Oliver er fæddur árið 2002, hann spilar sem miðvörður og gekk til liðs við Norrköping frá uppeldisfélagi sínu ÍA í janúar árið 2019.

Norrköping er þekkt fyrir að vera félag þar sem Íslendingar hafa blómstrað. Arnór Sigurðsson og Ísak Bergmann Jóhannesson, eru góð dæmi um það.

Nú eru þrír Íslendingar á mála hjá félaginu. Auk Olivers eru þar Finnur Tómas Pálmason og fyrrnefndur Ísak Bergmann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið