fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Rikki G spáir fyrir um framtíð Rúnars Alex eftir tíðindi dagsins – Söngvari ClubDub ósammála

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. janúar 2021 14:49

Rikki G. Mynd: Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkharð Óskar Guðnason, íþróttafréttamaður á Stöð2 Sport hefur áhyggjur af framtíð Rúnars Alex Rúnarssonar hjá Arsenal, eftir tíðindi dagsins.

Mat Ryan hefur gengið í raðir Arsenal á láni frá Brighton, þessi 28 ára markvörður verður hjá félaginu út þessa leiktíð. Ryan er landsliðsmaður frá Ástralíu en hann hefur spilað 124 leiki fyrir Brighton eftir að hann kom til félagsins árið 2017.

Arsenal hefur leitað að markverði í janúar til að veita Bernd Leno samkeppni, Rúnar Alex Rúnarsson hefur verið keppinautur Leno síðustu mánuði.

Rúnar kom til Arsenal síðasta haust frá Dijon, enskir miðlar hafa fjallað um að Rúnar hafi alltaf verið hugsaður sem þriðji kostur í markið. „Þetta þýðir að Rúnar Alex sést að öllum líkindum ekki í treyju Arsenal meira á tímabilinu eða jafnvel aftur yfir höfuð. Amk aðalliðinu,“ skrifar Ríkharð Óskar á Twitter um stöðu mála.

Aron Kristinn Jónasson, söngvari Club Dub og frændi Rúnar hefur ekki nokkrar áhyggjur af stöðunni. „Mat Ryan er 4. markmaður liðs sem er í 17. sæti,“ skrifar Aron en Ryan hafði átt sæti í marki Brighton síðustu ár, áður en hann datt út fyrir nokkrum vikum.

Aron Kristinn (t.v)

„Sýnist samkeppnin sem Alex er að veita Leno heilbrigð þar sem Leno er með 5 hrein lök í röð. Ryan verður þarna í 4 mánuði og finnur sér síðan annað lið,“ skrifar Aron og bendir á vonda tölfræði Ryan á þessu tímabili, enginn markvörður hefur staðið sig verr á þessu tímabili.

Rikki G telur að Arsenal versli svo bara annan markvörð næsta sumar. „Já og kemur svo ekki bara annar markvörður í sumar? Pointið mitt er að Arsenal treystir ekki Rúnari í að vera markvörður númer 2? Getur zzzz það að vild en það lítur bara nákvæmlega þannig út. Þótt leiðinlegt sé.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu
433Sport
Í gær

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“
433Sport
Í gær

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi