fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Sléttsama þó hann sé umdeildur á Íslandi – „Ég fer mínar leiðir í lífinu“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákvörðun Arons Jóhannssonar um að gerast landsliðsmaður Bandaríkjanna en ekki Íslands árið 2013, vakti mikla athygli. Aron var í þeirri einstöku stöðu að geta valið á milli þjóða. Hann fæddist í Bandaríkjunum árið 1990 þar sem foreldrar hans voru í námi, hann hafði hins vegar að mestu alist upp á Íslandi.

Ákvörðun Arons þótti umdeild og voru margir Íslendingar reiðir eftir ákvörðun hans, segja má að hann hafi verið umdeildasti maður Íslands eftir þessa ákvörðun. Lars Lagerback, þá þjálfari Íslands var ekki sáttur með ákvörðun Arons og Geir Þorsteinsson, þá formaður KSÍ var einnig ósáttur. ,Þessi ákvörðun kom mér gríðarlega á óvart og ég skil hana ekki. Mér fannst engin efnisleg rök vera fyrir þessari ákvörðun,“ sagði Geir við Fótbolta.net um málið.

Meira.
Skoruðu á fjölmiðla og almenning að snúa Aroni eftir umdeilda ákvörðun

Aron hefur oft útskýrt mál sitt en gerði það á nýjan leik í hlaðvarpsþættinum, Draumaliðið. „Ég fíla Bandaríkin mikið og get
alveg séð mig eiga heima þar í framtíðinni. Mér finnst gaman að vera þarna. Ég fer mínar leiðir í lífinu og mér sama um hvað öðrum finnst um það. Þetta var ekki auðveld ákvörðun,“ sagði Aron við Jóhann Skúla í Draumaliðinu.

Aron lét umræðuna á Íslandi árið 2013 og þar á eftir ekki hafa áhrif á sig, fjölskyldan hafi þó tekið sumt af því inn á sig.

„Mér var alltaf sléttsama. Þetta var mín ákvörðun. Vinir mínir í fótbolta og fjölskylda, þau ráðlögðu mér ekki að gera annað eða hitt. Ég gerði bara það sem ég vildi og ég valdi Bandaríkin. Það eru fullt af fáránlegum hlutum sem ég hefði aldrei upplifað með íslenska landsliðinu.

Aron fór fyrstur Íslendinga á Heimsmeistaramótið árið 2014 í Brasilíu. „Ég fór á stórmót en ég get ekki ímyndað mér hversu mikla gleði og ánægju strákarnir eru búnir að njóta með íslenska landsliðinu,“ sagði Aron um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Úr Kópavoginum í Víkina

Úr Kópavoginum í Víkina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stendur fastur á sínu – Endurkoma Messi ómöguleg

Stendur fastur á sínu – Endurkoma Messi ómöguleg
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar
433Sport
Í gær

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“
433Sport
Í gær

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“
433Sport
Í gær

Áfall hjá Liverpool – Tveir lykilmenn mættu meiddir eftr landsleiki og spila ekki á næstunni

Áfall hjá Liverpool – Tveir lykilmenn mættu meiddir eftr landsleiki og spila ekki á næstunni
433Sport
Í gær

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið