fbpx
Sunnudagur 27.september 2020
433Sport

Neitar því að hafa verið óheiðarlegur í Laugardalnum á laugardag

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 7. september 2020 08:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland og England áttust við í Þjóðadeildinni á laugardag en leikurinn fór fram á tómum Laugardalsvelli. Leiknum lauk með 0-1 sigri Englands. Raheem Sterling kom Englendingum yfir með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Birkir Bjarnason fékk svo frábært tækifæri til að jafna mínútu síðar úr vítaspyrnu en skaut langt yfir.

Netverjar vöktu athygli á því hvað James Ward-Prowse stjarna enska landsliðsins gerði skömmu fyrir vítaspyrnu Birkis. Hann stóð á vítapunktinum og stappaði á hann og gerði þannig leikflöttinn verri en hann var fyrir.

Margir hafa kallaði Ward-Prowse óheiðarlegan fyrir þessa hegðun og þar á meðal Roy Keane sem sagði að um hreint og beint svindl væri að ræða.

Ward-Prowse hafnar því að hafa verið að skemma vítapunktinn. „Ég var ekki að grafa ofan í punktinn, ég var meira að sjá til þess að seinnka spyrnunni aðeins. Þetta voru klikkaðar mínútur,“ sagði miðjumaðurinn.

„Við höfðum skorar og héldum að það væri sigurmarkið, svo fáum við vítaspyrnu á okkur. Ég vildi reyna að tefja aðeins til að fá alla til að koma hausnum í lag. Sem betur fer datt þetta með okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

3. deild: Reynir Sandgerði á uppleið

3. deild: Reynir Sandgerði á uppleið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mikael spilaði allan leikinn í sigri

Mikael spilaði allan leikinn í sigri
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Everton taplausir – Gylfi kom við sögu

Everton taplausir – Gylfi kom við sögu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þróttur R. með góðan sigur á Selfossi

Þróttur R. með góðan sigur á Selfossi
433Sport
Í gær

Misjöfn staða í Evrópu vegna COVID-19 – 15.000 manns á leik í Ungverjalandi

Misjöfn staða í Evrópu vegna COVID-19 – 15.000 manns á leik í Ungverjalandi
433Sport
Í gær

Gat ekki sagt nei við FH

Gat ekki sagt nei við FH