fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Nokkrir fengu undanþágu frá reglum um sóttkví á Íslandi í gær – „Þetta kom upp á síðustu stundu“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 6. september 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir enskir blaðamenn fengu undanþágu frá reglum um sóttkví hér á landi við komu til landsins. Fengu þeir undanþáguna vegna landsleiks Íslands og Englands í gær. Þar vann England 0-1 sigur á Íslandi.

Oliver Holt blaðamaður hjá Daily Mail og fleiri blaðamenn fengu þessa undanþágu. Aðrir enskir blaðamenn höfðu mætt til landsins um síðustu helgi og farið í fimm daga sóttkví.

„Farþegar sem koma til Íslands frá og með 19. ágúst geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna COVID-19 með 5 daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins,“ segir í reglum á covid.is.

Þessir blaðamenn fengu leyfi frá yfirvöldum hér á landi að mæta á landsleik Íslands og Englands í gær og umgangast þar nokkurn fjölda en þurfa þess utan að fara efitr reglum um sóttkví.

„Við fengum undanþágu sem blaðamenn til að fara á leikinn, þetta kom upp á síðustu stundu. Við þurftum að fara frá flugvelli á hótelið, þaðan á völlinn og aftur á hótelið. Við höfum ekkert séð fyrir utan völlinn,
“ sagði Holt á Twitter.

Hanns sagði Reykjavík fallega borg. „Reykjavík er falleg borg, ég hef aðeins séð hana úr leigubíl. Ég myndi elska að koma hingað aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Í gær

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall