fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Lúðvík segir meðlimi á Hrafnistu á óskalista í Garðabæ – „Ég trúi ekki að Samherja veldið sé ánægt með stöðuna“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. september 2020 11:39

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lúðvík Jónasson fyrrum varnarmaður í Stjörnunni var gestur í Harmageddon á X-977 í gær og fór yfir efstu deild karla. Þessi fyrrum knattspyrnumaður er í dag umsvifamikill í auglýsingabransanum á Íslandi.

Lúðvík er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum og lína hans í viðtali við Stöð2 fyrir nokkrum árum. „Kóngur Íslands þarf ekki svoleiðis. Million-dollara andlit,“ er lína sem margir kannast við. Lúðvík var þá spurður hvort hann væri að nota nýja stefnumótasíðu.

Lúðvík fór yfir umferðina sem fam fór í gær og byrjaði á 2-3 sigri Stjörnunnar í Kórnum gegn HK. „Ég veit ekki hvort við gerðum eitthvað rétt, fínn fyrri hálfleikur en lélegir í seinni. Nauðsynlegt upp á Evrópubaráttu, Hilmar á að vera að skora mörk. Hann er betri þarna vinstra megin. Lélegur varnarleikur hjá Stjörnunni,“ sagði Lúðvík á X977 í dag.

Hann segir að vonbrigði sumarsins séu í Víkinni. ,,Arnar Gunnlaugsson er byrjaður að versla fyrir næsta ár, Víkingar eru mestu vonbrigði sumarsins. Ég hafði aldrei trú á þeim.“

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Rangur dómur í Vesturbænum:
Á Meistaravöllum fór fram barátta KR og Fylkis í efstu deild karla í gær, lið sem eru að reyna ná Evrópusæti í deildinni. Orri Hrafn Kjartansson kom Fylki yfir á 32. mínútu. Óskar Örn Hauksson jafnaði metin fyrir KR á 48. mínútu. Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis var sendur í sturtu eftir glórulausa tæklingu á Kristinn Jónsson á 59. mínútu.

Beitir Ólafsson, markvörður KR, fékk síðan að líta rauða spjaldið á 94. mínútu fyrir að hafa gefið Ólafi Inga Skúlasyni leikmanni Fylkis högg í andlitið. „Pablo Punyed átti að fá tvö gul spjöld, þessi völlur hjá KR er ekki boðlegur. Þetta er eins og að spila leik í Sundhöllinni, alltof mikið af pollum. Mótið er öðruvísi en er boðlegt að spila á grasvöllum, verður ekki að spila þetta á gervigrasi?.“

Um hitann í kringum Ólafs Inga og Beitis sagði Lúðvík. ,,Þetta var rautt spjalden þetta  var brot á Ólaf. Hann fer í bakið á honum, þarna fer línuvörðurinn að gera rósir sem hann á ekkert að gera.“

Rúnar Kristinsson vandaði Ólafi Inga ekki kveðjurnar eftir leik. ,,Það er margt rétt í þessu, Ólafur ýkir þetta hressilega. Ólafur Ingi er í sportinu til að vinna, hann notar dirty tricks. KR átti að fá aukaspyrnu og Beitir rautt fyrir að setja höndina í andlitið á honum.“

Hrósar Óskari Hrafni:
Lúðvík er þekktur fyrir að láta Breiðablik heyra það en hann hrósaði þeim fyrir frammistöðuna gegn Stjörnunni í miðri síðustu viku og svo gegn Val í gær ,,Það ber að hrósa Blikunum, yfirspiluðu Stjörnuna. Blikarnir áttu að vinna Val, ég veit ekki með vafaatriði í lokinn. Ef það er búið að flagga þá hlýtur það að vera rangstæða, Valur er að fá hagnaðinn.  Bakverðir á Íslandi sjá ekki mann og bolta, Róbert Orri veit ekkert hvar Birkir er.“

Þorkell Máni minnti Lúðvík á það að Stjarnan, lið Lúðvíks hefði reynt að fá Róbert Orra Þorkelsson. ,,Við erum meira fyrir Hrafnistu mennina, við viljum gamla karla. Það þarf að yngja upp í Garðabænum,“ sagði Lúðvík en hann telur lið Stjörnunnar og gamalt.

©Anton Brink 2020

Til hamingju Dagur B og Valsarar:
Lúðvík segir ljóst að Valur vinni deildina og hann sendir pillu á borgarstjórann. ,,Það er hægt að óska Degi B og Valsmönnum til hamingju með dolluna, 3 stig hjá Blikum þá hefði verið örlítið eftir. Valur er með níu og hálfan á fingrinum á dollunni, ég sé ekki að Valur tapi mörgum leikjum það sem eftir eru.“

Að lokum ræddi Lúðvík um stöðuna hjá KA en liðið vann góðan sigur á Gróttu í gær. ,,Ég trúi ekki að Samherja veldið sé ánægt með stöðuna, það er búið að dæla peningum þarna inn. Þeir er ættu kannski að ná í léttleikandi menn frá Afríku, hressa upp á sóknarleikinn,“ sagði Lúðvík léttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar