fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Íslenskur slúðurpakki: Hvað gera Eiður Smári og Logi? – Kristinn gæti endað á Hlíðarenda

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. september 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusumarið endalausa er senn á enda en aðeins um mánuður er eftir af efstu deild hér á landi. Félögin í landinu eru byrjuð að skoða hvað skal gera í vetur til að breyta og bæta liðin til að láta til skara skríða næsta sumar.

Talsvert af slúðri er í kringum íslenska leikmenn og hvað þeir gera í vetur en félögin fara að öllum líkindum varlega á leikmannamarkaðnum vegna kórónuveirunnar. Veiran hefur tekið talsvert af tekjum af félögum, áhorfendur hafa verið færri og þar fram eftir götunum.

Hér að neðan er íslenskur slúðurpakki sem er settur saman til gamans en um er að ræða sögur sem heyrast í leigubílum borgarinnar.

Allar ábendingar má senda á hoddi@433.is.

Valur:
Kristinn Jónsson vinstri bakvörður KR er efstur á óskalista Vals í vetur, Magnus Egilsson sem kom frá Færeyjum hefur engu bætt við og búist er við að Valgeir Lunddal fari í atvinnumennsku.

Allar líkur eru á að Tryggvi Hrafn Haraldsson komi í raðir Vals frá ÍA og styrki sóknarleik liðsins. Þá vonast Valur til að halda Aroni Bjarnasyni sem er á láni frá Ujpest í Ungverjalandi.

Valur reynir að framlengja samning Lasse Petry en danski miðjumaðurinn hefur verið frábær í sumar en er samningslaus í lok móts.

FH:
Emil Pálsson gæti komið heim í Hafnarfjörðinn, samningur hans við Sandefjörd í Noregi er á enda í lok árs og horfir FH til þess að fá hann heim.

Guðmann Þórisson skoðar aðra kosti en FH hefur ekki boðið honum nýjan samning, Breiðablik gæti skoðað það að fá hann heim í Kópavoginn. Þá vilja Kórdrengir fá Guðmann í sínar raðir.

© 365 ehf / Sigtryggur Ari Jóhannsson

FH vill semja við Ólaf Karl Finsen sem er á láni frá Val og gæti hann komið frítt í vetur. Á sama tíma er talið ólíklegt að Morten Beck Andersen verði áfram.

FH skoðar það að fá Þórarinn Inga Valdimarsson aftur til félagsins en hann hefur ekkert spilað á þessu ári vegna meiðsla með Stjörnunni.

FH-ingar vonast til þess að Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson vilji halda áfram sem þjálfarar liðsins á næstu leiktíð.

Fylkir:

Fylkir vonast til þess að bæði Ólafur Ingi Skúlason og Helgi Valur Daníelsson spili með liðinu í eitt ár til viðbótar.

Breiðablik:

Jonathan Hendricx og Finnur Orri Margeirsson eru reglulega orðaðir við Breiðablik, Hendricx vill koma aftur til Íslands og Finnur Orri er samningslaus hjá KR og gæti snúið heim. Þá hefur Guðmann Þórisson verið nefndur til sögunnar.

Valli

Gunnleifur Gunnleifsson mun yfirgefa Breiðablik og ekki eru taldar miklar líkur á að hann haldi áfram í þjálfarateymi Óskars Hrafns Þorvaldssonar.

Stjarnan:

Líkur eru taldar á að Stjarnan fari í miklar breytingar í vetur, rætt hefur verið um að lykilmenn hætti í fótbolta. Má þar nefna Guðjón Baldvinsson, Daníel Laxdal, Jóhann Laxdal og Eyjólf Héðinsson sem allir gætu kastað skónum á hilluna.

Úr Garðabæ heyrast þær sögur að Rúnar Páll Sigmundsson láti af störfum sem þjálfari og fari að starfa á skrifstofu félagsins, þá myndi Ólafur Jóhannesson taka einn við þjálfun liðsins.

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Jón Arnar Barðdal gæti komið til Stjörnunnar frá HK en í Garðabæ vilja stuðningsmenn alltaf fá heimamenn í bláu treyjuna.

KR:

KR-ingar eru sagðir undirbúa talsverðar breytingar en Finnur Orri Margeirsson, Pablo Punyed og Kristinn Jónsson gætu allir farið.

Stefán Teitur Þórðarson mun að öllum líkindum ganga í raðir KR en hann hefur verið sterklega orðaður við félagið.

Í KR eru menn sagðir meðvitaðir um það að Rúnar Kristinsson gæti látið af störfum sem þjálfari verði Erik Hamren ekki áfram með íslenska landsliðið, Rúnar er sagður líklegastur til að fá það starf verði það laust.

Anton Brink

ÍA:

Skagamenn búa sig undir það að missa sína bestu menn Stefán Teit Þórðarson og Tryggva Hrafn Haraldsson. Þá er líklegt að Lars Marcus Johansson fari af Skaganum eftir tímabilið.

KA:

KA hefur áhuga á því að halda Arnari Grétarssyni í starfi þjálfara en hann liggur undir feld. Þorvaldur Örlygsson er einnig nefndur til sögunnar sem mögulegur þjálfari liðsins.

Ævar Ingi Jóhannesson gæti loks mætt heim til KA eftir nokkuð misheppnaða dvöl í Garðabæ þar sem hann hefur verið mikið meiddur.

HK:

HK styrkti lið sitt talsvert mikið um mitt sumar og liðið er því ekki líklegt til þess að breyta miklu í vetur. Ekki er von á öðru en að Brynjar Björn Gunnarsson haldi áfram í starfi.

Sögur hafa verið á kreiki um að Gunnleifur Gunnleifsson gæti komið inn í markmannsþjálfun hjá félaginu.

Víkingur Reykjavík:

Ef Ísland kemst inn á EM 2021 mun Kári Árnason halda áfram með Víkingum, ef það gerist ekki er óvíst hvort hann verði áfram í boltanum á næsta ári. Sölvi Geir Ottesen skoðar einnig hvort hann haldi áfram.

Kári Árna var fyrirliði Víkinga í kvöld

Líklegt er að Þórður Ingason leiti á önnur mið en hann hefur setið á bekknum í sumar eftir að Ingvar Jónsson kom til félagsins.

Víkingur leggur mikla áherslu á að finna öflugan framherja í vetur eftir að Óttar Magnús Karlsson yfirgaf félagið.

Pablo Punyed gæti komið frá KR til Víkings en samningur hans í Vesturbæ er á enda í lok móts.

Fjölnir:

Nokkur áhugi er á leikmönnum Fjölnis á meðal liða í efstu deild og gætu þau látið til skara skríða þegar Fjölnir fellur úr deildinni.

Líklegast er að Ásmundur Arnarson haldi áfram sem þjálfari liðsins.

Grótta:

Ágúst Gylfason er klár í að halda áfram með Gróttu í Lengjudeildinni á næsta ári. Flestir leikmenn liðsins eru samningsbundnir en Hákon Rafn Valdimarsson gæti fengið lið í efstu deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls