Þremur leikjum er lokið í 18. umferð Pepsi-Max deildar karla í dag. Fylkir vann sterkan sigur á KR á Meistaravöllum. FH vann Fjölni í Kaplakrika og á Akranesi gerðu ÍA og Víkingur R. jafntefli.
Á Meistaravöllum fór fram barátta tveggja liða sem eru að reyna ná evrópusæti í deildinni. Orri Hrafn Kjartansson kom Fylki yfir á 32. mínútu. Óskar Örn Hauksson jafnaði metin fyrir KR á 48. mínútu.
Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis var sendur í sturtu eftir glórulausa tæklingu á Kristni Jónssyni á 59. mínútu.
Beitir Ólafsson, markvörður KR, fékk síðan að líta rauða spjaldið á 94. mínútu fyrir að hafa gefið leikmanni Fylkis olnbogaskot.
Það var Sam Hewson sem tryggði Fylki mikilvægan sigur með marki úr vítaspyrnu á 97. mínútu.
Fylkir er eftir leikinn í 3. sæti deildarinnar með 28 stig. KR er hins vegar í 5. sæti með 24. stig. Virkilega sterkur sigur hjá Fylki
Í Kaplakrika vann FH 1-0 sigur á Fjölni. Það var Morten Beck sem skoraði eina mark leiksins á 82. mínútu í fremur tíðindalitlum leik.
FH er eftir leikinn í 2. sæti deildarinnar með 32 stig. Fjölnir eru svo gott sem fallnir í 12. sæti deildarinnar, 10 stigum frá öruggu sæti.
Á Akranesi mættust ÍA og Víkingur R. Tryggvi Hrafn Haraldsson kom ÍA yfir á 51. mínútu. Ágúst Eðvald Hlynsson jafnaði leikinn aðeins þremur mínútum síðar.
Halldór Jón Sigurður Þórðarson kom Víkingum yfir á 56. mínútu áður en að Tryggvi Hrafn skoraði sitt annað mark í leiknum og jafnaði leikinn. Lokatölur á Skaganum, 2-2.
ÍA er eftir leikinn í 7. sæti með 21 stig. Víkingur R. er í 10 sæti með 16. stig.
KR 1 – 2 Fylkir
0-1 Orri Kjartansson (’32)
1-1 Óskar Örn Hauksson (’48)
1-2 Sam Hewson (’95)
Rautt spjald: Ragnar Sveinsson, Fylkir (’58)
Beitir Ólafsson, KR (’94)
FH 1 – 0 Fjölnir
1-0 Morten Beck (’82)
ÍA 2 – 2 Víkingur R.
1-0 Tryggvi Hrafn Haraldsson (’52)
1-1 Ágúst Hlynsson (’53)
1-2 Halldór Sigurðsson (’56)
2-2 Tryggvi Hrafn Haraldsson (’65)