fbpx
Miðvikudagur 03.desember 2025
433Sport

Eiginkonur knattspyrnustjarnanna í sárum – Grét þegar hún las þetta – „Ég elska þig“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 26. september 2020 11:35

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi og Luis Suarez hafa verið mestu mátar undanfarin ár sem liðsfélagar hjá Barcelona. Nú eru leiðir þeirra að skilja en þeir eru ekki þeir einu sem syrgja það.

Eiginkonur þeirra beggja eru líka leiðar með aðskilnaðinn, The Sun greinir frá því. Antonela Roccuzzo, eiginkona Messi, kvaddi Sofiu Balbi, eiginkonu Suarez, á hjartnæman hátt þegar ljóst var að eiginmenn þeirra væru ekki lengur í sama liðinu. Antonela og Sofia hafa verið bestu vinkonur undanfarin sex ár, eða síðan Suarez kom til Barcelona. Fjölskyldurnar bjuggu nálægt hvor annarri og fóru reglulega saman í frí.

„Vinkona mín, systir mín… takk fyrir öll árin okkar saman,“ skrifaði Antonela á Instagram til vinkonu sinnar. „Ég get ekki sagt þér hversu mikið, hversu rosalega mikið ég á eftir að sakna þín og fjölskyldu þinnar. Takk fyrir allt saman! Við skulum vona að lífið færi okkur fleiri augnablik til að eyða tíma saman, ég er viss um að við eigum eftir að hittast aftur fljótlega! Ég elska þig og fjölskyldu þína. Ég óska þér alls hins besta.“

Sofia var ekki lengi að svara vinkonu sinni. „Þegar ég hélt að tárin mín væru búin sé ég þetta! Takk kærlega fyrir allt sem þú sagðir. Ég elska þig, ég dái þig,“ sagði Sofia.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gæti Jude Bellingham endað hjá Liverpool?

Gæti Jude Bellingham endað hjá Liverpool?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Enginn lögreglumaður þarf að taka ábyrgð á því þegar 97 stuðningsmenn Liverpool létu lífið

Enginn lögreglumaður þarf að taka ábyrgð á því þegar 97 stuðningsmenn Liverpool létu lífið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ryan Reynolds og félagar fá rúma 3 milljarða af opinberu fé

Ryan Reynolds og félagar fá rúma 3 milljarða af opinberu fé
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Keyptur til City fyrir nokkrum mánuðum en vill burt – Telur loforð hafa verið svikin

Keyptur til City fyrir nokkrum mánuðum en vill burt – Telur loforð hafa verið svikin
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan

Slot tjáir sig um Salah og segir hann eðlilega ekki hafa verið ánægðan
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fleiri stig tekin af Sheffield og fallið úr deildinni er öruggt

Fleiri stig tekin af Sheffield og fallið úr deildinni er öruggt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist

Antony ögraði Spánverjum um helgina – Sjáðu hvað gerðist