Alfreð Finnbogasson kom inn á sem varamaður á 62. mínútu þegar lið hans Augsburg tók á móti Dortmund í efstu deild í Þýskalandi í dag. Leikar enduðu með 2-0 sigri Augsburg
Felix Uduokhai kom Augsburg yfir á 40. mínútu. Daniel Caligiuri bætti síðan við öðru marki liðsins á 54. mínútu.
Augsburg er eftir leikinn í 1. sæti deildarinnar með fullt hús stiga, leiknar hafa verið tvær umferðir. Dortmund er í 8. sæti með 3 stig.
Augsburg 2-0 Dortmund
1-0 Felix Udokhai (’40)
2-0 Daniel Caligiuri (’54)