Nokkrir leikir fóru fram í 3. deild karla í dag. Reynir Sandgerði stefnir hraðbyri í áttina að 2.deild en liðið vann KFG 1-4.
Magnús Sverrir Þorsteinsson kom Reyni S. yfir á 16. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Guðmundur Gísli Gunnarsson skoraði annað mark liðsins þremur mínútum síðar.
Magnús Sverrir var síðan aftur á ferðinni á 20. mínútu þegar hann skoraði þriðja mark Reynis. Strahinja Pajic bætti við fjórða marki liðsins á 25. mínútu.
Gunnar Helgi Hálfdanarson minnkaði muninn fyrir KFG á 46. mínútu en nær komust heimamenn ekki. 1-4 sigur Reyni S. staðreynd. Reynir S. er í 2. sæti deildarinnar með 39 stig, ellefu stigum meira en KFG sem sitja í 3. sæti deildarinnar.
Önnur úrslit í þriðju deildinni urðu þau að Höttur/Huginn vann Vængi Júpíters á útivelli 0-1. Álftanes vann Einherja í markaleik, lokatölur á Álftanesi urðu 4-3. Sindri og Augnablik mættust í lokaleik dagsins í 3. deildinni. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Sindra
KFG 1 – 4 Reynir S.
0-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson, víti (’16)
0-2 Guðmundur Gísli Gunnarsson (’19)
0-3 Magnús Sverrir Þorsteinsson (’20)
0-4 Strahinja Pajic (’25)
1-4 Gunnar Helgi Hálfdánarsson
Vængir Júpíters 0 – 1 Höttur/Huginn
Álftanes 4 – 3 Einherji
Sindri 2 – 1 Augnablik
0-1 Brynjar Óli Bjarnason
1-1 Robertas Freidgeimas (’41)
2-1 Ingvi Þór Sigurðsson (’59)
Upplýsingar um úrslit og markaskorara fengnar af urslit.net