Kári Árnason varnarmaður íslenska landsliðsins meiddist í tapi Víkings gegn Fylki í efstu deild karla í gær. Þjálfari hans telur ólíklegt að Kári verði leikfær gegn Rúmeníu í upphafi október þegar Ísland leikur í umspili fyrir Evrópumótið á næsta ári.
Það væri gífurlegt áfall fyrir Erik Hamren að missa sinn reynslumesta varnarmann út í svona verkefni. Ansi líklegt er að Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Burnley missi af leiknum.
„Ég hef aðallega áhyggjur af Kára vegna þess það er stutt í landsleikina,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings við Vísir.is efitir tapið gegn Fylki í gær.
„Hann er vanalega fljótur að jafna sig þótt hann sé gamall en ég myndi halda að þetta væri allavega tvær til þrjár vikur.“
Kári var frábær í síðata heimaleik landsliðsins gegn Englandi en ekki er útilokað að hann nái skjótum bata.