Það er aðeins rúm vika eftir af félagaskiptaglugganum í stærstu deildum Evrópu og á mikið eftir að gerast í ensku úrvalsdeildinni.
Manchester United og Manchester City hafa verið fremur róleg á markaðnum í sumar og vilja láta til skara skríða. Þessi tvö félög hafa í raun eytt miklum fjármunum síðustu ár.
Manchester CIty hefur eytt 153 milljörðum íslenskra króna í nýja leikmenn umfram sölur frá árinu 2011, United hefur eytt ögn minni fjárhæð.
Þessi tvö Manchester félög eru í sérflokki þegar kemur að eyðslu á þessum níu árum hefur United aðeins unnið deildina einu sinni.
Tölfræði um þetta er hér að neðan.