fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Leikmenn Tottenham urðu steinhissa – Er þetta tölfræðin sem Mourinho horfir í?

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. september 2020 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Southampton tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Heung-Min Son átti stórleik fyrir Tottenham. Danny Ings kom Southampton yfir þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum. Heung-Min Son náði að jafna metin fyrir Tottenham skömmu fyrir hálfleik og voru liðin því jöfn þegar seinni hálfleikurinn byrjaði. Son var þó ekki lengi að koma Tottenham yfir en hann skoraði sitt annað mark tveimur mínútum eftir að seinni hálfleikur hófst.

Tæpum 20 mínútum síðar skoraði Son sitt þriðja mark og 9 mínútum eftir það skoraði hann sitt fjórða mark. Þegar um 8 mínútur voru eftir af leiknum náði Harry Kane að skora fimmta mark Tottenham-liðsins. Á lokamínútunum fékk Southampton víti sem Ings tók og skoraði hann úr því. Lokaniðurstaðan því góður 2-5 sigur Tottenham í leiknum.

Það vakti athygli fyrir leik að Dele Alli var annan leikinn í röð ekki í leikmannahópi Tottenham, ensk blöð fullyrða að Jose Mourinho vilji losna við hann úr hópnum.

Dele hefur ekki fundið sitt gamla form síðustu mánuði og tölfræði hans fer niður á við. Leikmenn Tottenham eru sagðir hissa á þeirri meðferð sem Dele má þola en gæti þetta verið ástæðan fyrir því að Jose Mourinho vill hann burt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina