fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Arsenal staðfestir komu Rúnars sem verður númer 13 – Hafa lengi fylgst með honum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. september 2020 16:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal hefur staðfest kaup sín á íslenska landsliðsmanninum Rúnari Alexi Rúnarssyni frá Dijon. Eins og 433.is sagði frá í dag hafði Rúnar skrifað undir samning.

Arsenal staðfestir að Rúnar muni leika í treyju númer 13. „Við erum ánægðir með að fá Alex í okkar hóp, við höfum fylgst með honum um nokkurt skeið. Hann hefur mikið af þeim hæfileikum sem við viljum sjá í markmanni og persónu,“ sagði Edu yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal.

Mikel Arteta fagnar komu Rúnars. „Við viljum búa til samkeppni og fögnum því að sjá Alex búa til meiri samkeppni.“

Samkvæmt heimildum 433.is er samningur Rúnars fyrst til fjögurra ára en með möguleikann á fimmta árinu.

Arsenal greiðir Dijon í Frakklandi um 260 milljónir íslenskra króna fyrir Rúnar Alex sem er 25 ára gamall.

Rúnar fer í hóp góðra Íslendinga sem Arsenal hefur haft í sínum röðum, fyrst var það Albert Guðmundsson og síðan fylgdi Sigurður Jónsson í kjölfarið. Ólafur Ingi Skúlason var í nokkur ár hjá Arsenal og þá voru Valur Fannar Gíslason og Stefán Gíslason í herbúðum félagsins ungir að árum.

Félagaskiptin hafa legið í loftinu síðustu daga en Rúnar kom til Lundúna um helgina til þess að ganga frá öllu. Fyrsti leikur hans gæti komið í vikunni þegar Arsenal mætir Leicester í enska deildarbikarnum

Rúnar flaug í gegnum læknisskoðun fyrir helgi og nú er búið að klára allt,

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Efnilegur leikmaður frá FH í Val

Efnilegur leikmaður frá FH í Val
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingur að störfum á svakalegum leik í Meistaradeildinni í kvöld

Íslendingur að störfum á svakalegum leik í Meistaradeildinni í kvöld
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Theodór Elmar hættur hjá KR

Theodór Elmar hættur hjá KR
433Sport
Í gær

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Í gær

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu

Neville lét leikmann United heyra það í beinni útsendingu