fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Stórstjarna í hættu á banni eftir að myndband var gert opinbert – Þetta gerði hann

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 20. september 2020 14:30

Skjáskot úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Angel Di Maria, leikmaður Paris Saint Germain í Frakklandi, gæti verið að fara í bann eftir að myndband af honum að skyrpa að andstæðingi sínum, Anzalo Gonzales, var gert opinbert.

DailyMail greinir frá þessu. Atvikið sem um ræðir átti sér stað í mögnuðum leik PSG gegn Marseille í síðustu viku en fimm leikmenn fengu rautt spjald í leiknum. Neymar, leikmaður PSG, sakaði Gonzales um að hafa blótað sér með kynþáttahatri en þjálfari Marseille, Andre Villas-Boas, varði leikmanninn sinn og sagði hann ekki vera rasista. Þá sagði Villas-Boas að Di Maria hafi skyrpt á Gonzalez.

Í myndbandinu sem um ræðir sést að ásakanir Villas-Boas eru ekki innantómar. Di Maria sést skyrpa í áttina að Gonzales í myndbandinu. Pascal Garibian, VAR dómari leiksins, útskýrði eftir leikinn að hann hafi ekki séð Di Maria skyrpa. „Það þýðir ekki að það gerðist ekki en það er ekkert á myndbandi hjá okkur,“ sagði Garibian.

En nú hefur myndband verið birt sem sýnir Di Maria skyrpa og því gæti hann verið í hættu á að fá bann. Þessa dagana er sérstaklega illa litið á það að leikmenn séu að skyrpa vegna kórónuveirunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allar heilar fyrir stóru stundina

Allar heilar fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool setur tvo mismunandi verðmiða á enska miðjumanninn

Liverpool setur tvo mismunandi verðmiða á enska miðjumanninn