fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Elsti eftirlifandi sigurvegarinn er látinn

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 19. september 2020 16:30

Mynd: Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reg Harrison, elsti eftirlifandi sigurvegari FA bikarsins, er látinn 97 ára að aldri. Harrison lést á heimili sínu í vikunni en hann hafði búið þar síðast liðin 54 ár. Harrison er goðsögn hjá knattspyrnufélaginu Derby á Englandi og spilaði með liðinu frá árinu 1944 til 1955.

Harrison gekk til liðs við Derby þeegar hann var 16 ára gamall og skoraði 59 mörk í 281 leikjum með félaginu. Það eftirminnilegasta var þó án efa þegar hann vann FA bikarinn með liðinu árið 1946 eftir 4-1 sigur á Charlton í úrslitaleiknum. Hann endaði ferilinn sinn á því að spila með Boston United og Long Eaton United.

Eftir að Harrison setti skóna á hilluna ákvað hann að byrja að þjálfa en hann gerði það þó ekki lengi. Hann fór frekar að einbeita sér að því að efla grasrótarstarf fyrir fótbolta í heimabæ sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik
433Sport
Í gær

Albert telur að verið sé að aumingjavæða unga íslenska drengi og tekur dæmi

Albert telur að verið sé að aumingjavæða unga íslenska drengi og tekur dæmi
433Sport
Í gær

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings