fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Jóhann Berg fékk góðar og slæmar fréttir í myndatökunni í morgun

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 18. september 2020 12:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Burnley er með tognað liðband í hné eftir að hafa orðið fyrir tæklingu í leik gegn Sheffield United í gær.

Um var að ræða fyrsta leik tímabilsins en Jóhann var borinn af velli eftir tíu mínútna leik. „Þetta var mjög ljót tækling og hefði átt að vera rautt spjald,“ sagði Sean Dyche eftir leik.

Jóhann fór í myndatöku í morgun og fékk bæði góðar og slæmar fréttir. Slæmu frétturnar eru að liðböndin eru tognuð en ögn meira högg hefði kostað Jóhann langa fjarveru. Þetta eru því bæði góðar og slæmar fréttir.

Sean Dyche stjóri Burnley segist ekki vita hversu lengi Jóhann verður frá en ætla má að hann verði frá í 4-6 vikur.

Um var að ræða fyrsta leik tímabilsins en Jóhann Berg verður að öllum líkindum ekki leikfær gegn Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM í byrjun október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða