fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Auknar líkur á því að United horfi til Bale

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. september 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United er að gefast upp á því að reyna að fá Jadon Sancho kantmann Borussia Dortmund. Guardian segir frá. Þar kemur fram að United sé að verða tilbúið að gefast upp og leita annað ef ekkert þokast í viðræðum við Dortmund.

United hefur náð samkomulagi Sancho og umboðsmann hans en 108 milljóna punda verðmiði Dortmund hefur sett strik í reikninginn.

Guardian segir í frétt sinni að United sé nú byrjað að viðra þá hugmynd við Real Madrid um að fá Gareth Bale á láni. Real Madrid þráir að losna við Bale af launaskrá sinni.

Bale er með tæp 600 þúsund pund á viku hjá Real Madrid en ekkert lið er tilbúið að borga slík laun fyrir 31 árs kantmann sem lítið spilað á síðustu leiktíð.

Bale er ekki í plönum Zinedine Zidane og gæti United borgað hluta launa hans. Tottenham hefur einnig áhuga á Bale.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Í gær

Arsenal skapaði sér lítið og er úr leik í Meistaradeildinni

Arsenal skapaði sér lítið og er úr leik í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Segir Emil með troðfullt rassgat af peningum – „Beðið eftir því að síminn pingi að Stjarnan sé búinn að millifæra 1,2 milljónir“

Segir Emil með troðfullt rassgat af peningum – „Beðið eftir því að síminn pingi að Stjarnan sé búinn að millifæra 1,2 milljónir“