fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Pepsi Max deild kvenna: Breiðablik burstaði Þór/KA

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 21:42

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Breiðablik tók á móti Þór/KA og ÍBV gerði sér ferð upp í Árbæ og spilaði við Fylki.

Hér fyrir neðan má sjá úrslit kvöldsins:

Breiðablik 7-0 Þór/KA

Breiðablik var á toppi deildarinnar fyrir leikinn en liðið hefur ekki tapað einum leik í sumar og það ætlaði svo sannarlega ekki að byrja á því í dag. Kristín Dís Árnadóttir kom Blikum yfir snemma í leiknum og skömmu síðar skoraði Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir annað mark þeirra. Áslaug var síðan aftur á ferðinni í lok fyrri hálfleiks þegar hún kom Breiðablik í 3-0.

Snemma í seinni hálfleik skoraði Agla María Albertsdóttir fjórða mark Blika og einungis þremur mínútum síðar skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir fimmta markið. Á 74. mínútu skoraði Sveindís Jane Jónsdóttir sjötta mark Breiðabliks og örfáum mínútum síðar skoraði Rakel Hönnudóttir sjöunda markið.

Lokaniðurstaðan því 7-0 fyrir Blikum sem sitja efstar í deildinni. Þær eru enn taplausar en það sem er ennþá merkilegra er að þær hafa ekki fengið stakt mark á sig í deildinni á þessu tímabili.

Fylkir 1-1 ÍBV

Olga Sevcova kom ÍBV yfir snemma í leiknum. Þær héldu forystunni fram í seinni hálfleik en þegar um klukkutími var liðinn af leiknum náði Þórdís Elva Ágústsdóttir að jafna metin fyrir Fylki. Fleiri urðu mörkin ekki og var lokaniðurstaðan því 1-1.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Logi fær íslenska dómara

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum

Búist við tíðindum af Messi og framtíð hans á næstu dögum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir Bayern að láta það alveg vera að framlengja við Kane

Segir Bayern að láta það alveg vera að framlengja við Kane
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fleiri breytingar í bígerð í Kópavogi – Endurskoða hvernig starf Alfreðs á að vera

Fleiri breytingar í bígerð í Kópavogi – Endurskoða hvernig starf Alfreðs á að vera