fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Sagt að báðir þjálfararnir verði reknir eftir leikinn

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 15. ágúst 2020 00:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint er frá því í massavís á fjölmiðlum á meginlandinu að þeir Quique Setien og Eric Abidal, þjálfari og formaður knattspyrnudeildar Barcelona, verði reknir í kjölfar taps liðsins gegn Bayern Munchen í kvöld.

Leikurinn sem um ræðir var í  8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Það má segja að Meistaradeildin hafi verið síðasti möguleiki Barcelona til að bjarga lélegu tímabili en Bayern kom heldur betur í veg fyrir það í kvöld.

Þegar einungis 4 mínútur voru liðnar af leiknum náði Bayern að komast yfir eftir mark frá Thomas Müller. Örfáum mínútum seinna skoraði David Alaba, varnarmaður Bayern, sjálfsmark og jafnaði um leið leikinn. Bayern ætlaði þó ekki að láta sjálfsmark skipta máli og gerði liðið sér lítið fyrir og skoraði þrjú önnur mörk áður en blásið var til hálfleiks.

Á 57. mínútu náði Luis Suarez að minnka muninn fyrir Barcelona en því miður fyrir spænska liðið þá átti þetta eftir að vera síðasta mark liðsins í kvöld. Bayern var hins vegar langt frá því að hætta að skora. Joshua Kimmich kom liðinu aftur í þriggja marka forystu og Robert Lewandowski jók forystuna enn meira með marki á 82. mínútu.

Phillipe Coutinho, sem hefur ekki alveg náð fótfestu í Bayern liðinu síðan hann fór þangað frá Barcelona, gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk á 5 mínútum. Til gamans má geta að hann átti einnig stoðsendinguna í marki Lewandowski.

Barcelona hefur ekki náð að vinna neina titla á leiktíðinni og gengi liðsins undanfarin ár hefur ekki verið upp á sitt besta. Líklegt þykir að fyrrum leikmaður Barcelona, Xavi, gæti tekið við liðinu en hann hefur stýrt liðinu Al Sadd í Katar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi