fbpx
Miðvikudagur 30.september 2020
433Sport

Pepsi Max-deildin: Valur og ÍA sigruðu sína leiki

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 15. ágúst 2020 18:18

Patrick Pedersen skoraði eitt mark fyrir Val.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max-deild karla í kvöld. KA mætti á Hlíðarenda og keppti við Val og ÍA tók á móti Fylki.

Boltinn er byrjaður að rúlla aftur á Íslandi eftir kórónuveirupásuna. Hér fyrir neðan má sjá úrslit leikjanna sem fóru fram í Pepsi Max-deild karla í dag.

ÍA 3-2 Fylkir

Arnór Ragnarsson náði að brjóta ísinn í leiknum með marki fyrir Fylki á 39. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og var staðan því 0-1 fyrir Fylki í hálfleik.

Á 55. mínútu náði Steinar Þorsteinsson að jafna metin fyrir Skagamenn og 20 mínútum síðar náði Stefán Þórðarson að koma heimamönnum yfir. Orri Stefánsson jafnaði leikinn á ný fyrir Fylkismenn þegar lítið var eftir af leiknum og virtist allt stefna í jafntefli.

Í uppbótartíma fékk ÍA þó víti, Tryggvi Haraldsson fór á punktinn og skoraði sigurmark leiksins. Lokaniðurstaðan því 3-2 fyrir ÍA.

Valur 1-0 KA

Kristinn Freyr Sigurðsson kom Völsurum yfir á fyrstu mínútum leiksins. KA-ingar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin undir lok síðari hálfleiks en allt kom fyrir ekki. Mark Kristins reyndist vera sigurmarkið og Valur eykur forskot sitt á toppi deildarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kærasta þess dýrasta í sögunni á barmi heimsfrægðar

Kærasta þess dýrasta í sögunni á barmi heimsfrægðar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir Leno ekki nógu góðan fyrir Arsenal – Fær Rúnar Alex tækifæri?

Segir Leno ekki nógu góðan fyrir Arsenal – Fær Rúnar Alex tækifæri?
433Sport
Í gær

Er þetta sterkasta liðið eftir botnlausa eyðslu?

Er þetta sterkasta liðið eftir botnlausa eyðslu?
433Sport
Í gær

Rúrik Gíslason vill halda aftur til Danmerkur

Rúrik Gíslason vill halda aftur til Danmerkur
433Sport
Í gær

Lúðvík segir meðlimi á Hrafnistu á óskalista í Garðabæ – „Ég trúi ekki að Samherja veldið sé ánægt með stöðuna“

Lúðvík segir meðlimi á Hrafnistu á óskalista í Garðabæ – „Ég trúi ekki að Samherja veldið sé ánægt með stöðuna“
433Sport
Í gær

Enginn nýr samningur á borði Guðmanns frá FH – Skoðar aðra kosti

Enginn nýr samningur á borði Guðmanns frá FH – Skoðar aðra kosti