fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Mjólkurbikarinn: Kópavogsliðin og KR komust áfram

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 30. júlí 2020 21:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

16-liða úrslit Mjólkurbikarsins fóru fram í kvöld. Hér fyrir neðan má sjá úrslit leikjanna sem kláruðust rétt í þessu.

KR 2-0 Fjölnir

Liðin mættu fyrr í júlí og skildu þá jöfn. Hvorugt liðanna náði að skora í fyrri hálfleik en Óskar Örn Hauksson braut ísinn og kom KR-ingum yfir á 54. mínútu. Kristján Flóki Finnbogason jók síðan forystuna fyrir KR stuttu síðar. Fleiri mörk voru ekki skoruð og komst KR því áfram í 8-liða úrslit.

Breiðablik 3-0 Grótta

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, stýrði liði sínu í kvöld gegn fyrrum liði sínu, Gróttu. Breiðablik náði að komast yfir rétt fyrir hálfleik en það var Kwame Quee sem skoraði mark Blika. Á 66. mínútu skoraði Gísli Eyjólfsson fyrir Blika og kom þeim í 2-0. Stuttu fyrir leikslok náði hinn umdeildi Brynjólfur Andersen að gulltryggja sigur Blika með marki eftir stoðsendingu frá Kwamee Quee. Lokaniðurstaðan 3-0 fyrir Blikum sem sigla inn í 8-liða úrslitin.

HK 6-2 Afturelding

Afturelding komst yfir snemma í leiknum með marki frá Andra Frey Jónassyni. HK-menn voru þó ekki lengi að svara fyrir sig og settu þeir Guðmundur Þór Júlíusson og Atli Arnarsson tvö mörk í net Aftureldingar á skömmum tíma. Rétt fyrir hálfleik náði Stefán Alexander Ljubicic að koma HK í 3-1.

Í seinni hálfleik náði Alexander Aron Davorsson að minnka muninn fyrir Aftureldingarmenn en það dugði skammt. Á síðastu 15 mínútum leiksins náðu þeir Guðmundur Þór, Ívar Örn og Ari Sigurpálsson allir að skora eitt mark hver og endaði leikurinn með stórsigri HK, 6-2. HK er því einnig komið áfram í 8-liða úrslitin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gústi Gylfa hættir með Leikni eftir að hafa bjargað liðinu frá falli

Gústi Gylfa hættir með Leikni eftir að hafa bjargað liðinu frá falli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirmaður hjá PSG útskýr af hverju félagið henti Donnarumma út

Yfirmaður hjá PSG útskýr af hverju félagið henti Donnarumma út
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“