fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
433Sport

Úrslit kvöldsins í Pepsi Max-deildinni: Fylkir og Valur sóttu 3 stig – Eiður og Logi ennþá taplausir

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 27. júlí 2020 22:05

© 365 ehf / Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld fóru fram fjórir leikir í Pepsi Max-deild karla. Fylkir tók á móti HK, Grótta mætti í Kaplakrikann til FH, Valur heimsótti Fjölni og Stjarnan bauð Víking heim í Garðabæinn.

Hér fyrir neðan má sjá úrslit kvöldsins:

Fylkir 3-2 HK

Djair Terraii Carl Parfitt-Williams skoraði fyrsta mark leiksins á 16. mínútu og kom Fylki yfir. Valgeir Valgeirsson gerði sér þá lítið fyrir og jafnaði átta mínútum síðar og kom síðan HK yfir með öðru marki, sjö mínútum síðar.

Í seinni hálfleik náði Arnór Gauti Ragnarsson að jafna fyrir Fylkismenn. Sjö mínútum síðar fékk Fylkir víti eftir að Ásgeir Börkur Ásgeirsson braut á Parfitt-Williams. Valdimar Þór Ingimundarson fór á punktinn og kom Fylki yfir. Reyndist þetta vera sigurmark leiksins og Fylkir fékk því þrjá góða punkta úr leiknum.

FH 2-1 Grótta

Eftir einungis átta mínútur kom Þórir Jóhann Helgason heimamönnum yfir og hélst staðan 1-0 fram í hálfleik. Í seinni hálfleik skoraði Daði Freyr Arnarsson, leikmaður FH, sjálfsmark og jafnaði þar af leiðandi leikinn. Sjálfsmarkið gerði þó ekki mikið því mínútu seinna náði Steven Lennon að koma FH aftur yfir. Fleiri mörk voru ekki skoruð og endaði leikurinn því 2-1 fyrir FH. Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson, sem tóku við FH liðinu fyrr í júlí, hafa því enn ekki tapað leik síðan þeir tóku við.

Fjölnir 1-3 Valur

Sjö mínútum eftir að flautað var til leiks náði Lasse Petry Andersen að koma Völsurum yfir. Áður en blásið var til hálfleiks skoraði síðan Peter Zachan, leikmaður Fjölnis, sjálfsmark og kom Val því í tveggja marka forystu.

Í seinni hálfleik náði Jóhann Gunnarsson að minnka muninn fyrir Fjölni en það dugði skammt því Fjölnir náði ekki að skora fleiri mörk í leiknum. Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals, náði hins vegar að skora þriðja mark Vals í leiknum og tryggði þeim sigurinn um leið. Valur fékk þrjá punkta úr leiknum og náði að skríða í efsta sæti töflunnar. KR fylgir þó fast á eftir þeim með leik til góða, sem og Stjarnan sem á þrjá leiki til góða.

Stjarnan 1-1 Víkingur

Stjarnan hefur byrjað tímabilið vel þrátt fyrir að hafa þurft að fara í sótthví. Í dag tóku þeir á móti Víking á heimavellinum í Garðabænum. Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni yfir eftir 14. mínútur eftir stoðsendingu frá Alexi Þór. Rétt fyrir hálfleik fékk Víkingur víti eftir að brotið var á Nikolaj Andreas Hansen. Óttar Magnús Karlsson tók vítið fyrir Víkinga og skoraði úr því. Fleiri urðu mörkin ekki og endaði því leikurinn með 1-1 jafntefli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

Víðir segir nei – Engir áhorfendur á leikjum á Íslandi

Víðir segir nei – Engir áhorfendur á leikjum á Íslandi
433Sport
Í gær

Gylfi Sig bauð eiginkonunni í óvænta ferð um helgina – Sjáðu hvert þau fóru

Gylfi Sig bauð eiginkonunni í óvænta ferð um helgina – Sjáðu hvert þau fóru
433Sport
Fyrir 3 dögum

Svona fögnuðu knattspyrnumennirnir eftir sigurinn – Bjór, kampavín og karaókí

Svona fögnuðu knattspyrnumennirnir eftir sigurinn – Bjór, kampavín og karaókí
433Sport
Fyrir 4 dögum

Evrópudeildin: Liðsfélagar Ragnars töpuðu gegn Manchester United – Inter sigraði sinn leik

Evrópudeildin: Liðsfélagar Ragnars töpuðu gegn Manchester United – Inter sigraði sinn leik