fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
433Sport

Þetta eru stjörnurnar sem gætu skipt um félag – Háar upphæðir og vandamál

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 27. júlí 2020 17:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glugginn fyrir leikmannaskipti hefur verið opnaður í knattspyrnunni hið ytra. Af því tilefni tók SkySports saman lista yfir 20 leikmenn sem gætu skipt um félag í glugganum.

 

Hér fyrir neðan má sjá listann sem SkySports tók saman:

1. Pierre-Emerick Aubameyang

Aubameyang hefur heldur betur verið á skotskónum í Arsenal en hann hefur skorað yfir 20 mörk á báðum leiktíðunum sínum með liðinu. Aubameyang er orðinn 31  árs gamall og gæti því verið sniðugt fyrir Arsenal að selja kappann á meðan hann er enn heitur. Þá á hann 11 mánuði eftir af samning sínum við félagið og væri það ansi slæmt ef hann færi frítt þegar samningurinn klárast.

2. Jack Grealish

Miðjumaðurinn Grealish hefur átt ansi gott tímabil hjá Aston Villa, þrátt fyrir slæmt gengi félagsins á leiktíðinni. Grealish var í öðru sæti yfir leikmenn með flestar stoðsendingar á leiktíðinni á eftir Kevin de Bruyne. Þá sagðist Grealish vera óviss með framtíðina sína hjá Aston Villa og gæti hann því verið á förum annað.

3. Jadon Sancho

Sancho hefur verið sterklega orðaður við Manchester United í langan tíma. Í dag var greint frá því að Dortmund hafi hafnað tilboði Manchester United sem hljóðaði upp á 89 milljónir punda. Sagt er að Dortmund vilji fá minnst 100 milljónir punda,

4. Mesut Ozil

Ozil er hæst launaði leikmaður Arsenal en undanfarin tímabil hefur hann langt í frá náð að standa undir væntingum. Ozil á ennþá ár eftir af samning sínum og þykir líklegt að Arsenal vilji losa sig við hann til að sleppa við að borga himinháa launaseðilinn.

5. Wilfried Zaha

Zaha er búinn að vilja losna frá Crystal Palace síðan síðasta sumar. Þrátt fyrir að hann hafi ekki komist í burtu þá gerði hann samt sitt hjá félaginu en nú er hann aftur kominn í sömu stöðu. Ekki er þó víst hvort hann nái að komast í burtu frá félaginu þar sem félagið vildi fá 80 milljónir punda fyrir hann í fyrra og eflaust vill félagið fá háa upphæð aftur núna. Upphæðin í fyrra ýtti liðum eins og Everton og Manchester United í burtu en bæði lið höfðu áhuga á leikmanninum.

6. Kai Havertz

Havertz hefur verið orðaður við Chelsea í allt sumar og þykir gífurlega líklegt að hann gangi til liðs við Lundúnaliðið í glugganum. Havertz hefur verið að gera afskaplega góða hluti með þýska liðinu Bayern Leverkusen á þessari leiktíð. Þá er hann einungis 21 árs og því gríðarlega efnilegur leikmaður.

7. Gareth Bale

Bale hefur verið á mála hjá Real Madrid undanfarin ár en á þessu ári hefur hann einungis byrjað 5 leiki hjá félaginu. Þá fór hann að fíflast mikið á varamannabekknum eftir að deildin byrjaði aftur og telja margir að Zidane, stjóri liðsins, vilji losna við hann. Vandamálið er hins vegar það að Bale er samningsbundinn félaginu til ársins 2022 og umboðsmaður hans segir að hann hafi enga löngun til þess að fara.

8. Lionel Messi

Ólíklegt þykir að Messi fari frá Barcelona í þessum glugga þar sem hann hefur sjálfur sagt að hann verði hjá liðinu að minnsta kosti til 2021. Þó hefur hann verið orðaður við Inter á Ítalíu auk þess sem Pep Guardiola hefði örugglega áhuga á því að krækja í sinn gamla leikmann en Guardiola þjálfaði Messi hjá Barcelona.

9. Harry Kane

Kane er einn besti sóknarmaður heims í dag en hann vinnur enga titla með Tottenham. Kane hefur sjálfur sagt að ef liðið kemst ekki lengra þá ætli hann ekki að vera þar áfram. Ef Kane vill vinna titla þá þarf hann líklegast að fara frá Tottenham, en liðið er ekki beint þekkt fyrir það að lyfta dollum.

10. Declan Rice

Þar sem West Ham náði að halda sér uppi gæti liðið beðið um háa upphæð fyrir Rice. Hann hefur verið orðaður bæði við Everton og Chelsea en hann fór frá síðarnefnda liðinu þegar hann var 14 ára gamall. Þá hefur félagið sagt að það vilji ekki selja hann en eins og sagt hefur verið þá er allt til sölu, bara fyrir rétta upphæð. Það á eflaust líka við um Rice.

11. Ben Chilwell

Chilwell hefur átt gott mót með Leicester á tímabilinu en hann gæti viljað komast í Meistaradeildarbolta. Chilwell er enskur landsliðsmaður sem spilar í vinstri bakverði og hefur hann verið orðaður við bæði Chelsea og Manchester City. Þá er Frank Lampard, þjálfari Chelsea, sagður vera mikill aðdáandi varnarmannsins. Leicester mun þó án efa setja háan verðmiða á Chilwell.

12. Paul Pogba

Pogba hefur ekki verið í sínu besta formi síðan hann kom til Manchester United og hafa því orðrómar lengi verið á kreiki um að hann sé á förum. Hann hefur þó sýnt það hvað hann er góður eftir að deildin fór aftur af stað og gæti hann því ákveðið að vera áfram hjá liðinu. Þó hafa stórlið á borð við Juventus og Real Madrid verið sögð hafa áhuga á honum.

13. Adama Traoré

Traoré hefur átt afskaplega gott tímabil með Wolves í ár og þykir það líklegt að stórlið vilji nappa þessum hraða kantmanni af Wolves. Eina vandamálið fyrir áhugasöm lið er að Traoré á þrjú ár eftir af samningnum sínum. Wolves vill því eflaust fá góða upphæð fyrir Traoré en hann er einungis 24 ára gamall.

14. Nathan Aké

Þessi hollenski varnarmaður hefur verið góður með Bournemouth undanfarin tímabil en félagið féll á tímabilinu sem var að líða. Þess vegna þykir líklegt að Aké sé á förum frá félaginu svo hann geti spilað áfram í efstu deild.

15. Philippe Coutinho

Coutinho hefur ekki gengið neitt svakalega vel síðan hann fór frá Liverpool. Hann átti ekki sérstakt tímabil hjá Barcelona og fór því á lán til Bayern Munchen sem hefur heldur ekki gengið nógu vel. Félögin Chelsea, Tottenham, Arsenal og einnig hans gamla félag, Liverpool, eru sögð hafa áhuga á Coutinho og gæti hann því verið á leiðinni aftur í ensku deildina.

16. James Rodriguez

James Rodriguez er nafn sem hefur mikið verið í fyrirsögnum miðla í kringum glugga síðustu ára. Framtíð hans hjá Real Madrid hefur verið í óvissu undanfarin ár en hann fór til að mynda á láni til Bayern Munchen í tvö ár. Lið eins og Manchester United, Liverpool, Chelsea, Arsenal, Tottenham, og jafnvel Everton, Newcastle og Wolves hafa sýnt áhuga á Rodriguez.

17. Kalidou Koulibaly

Varnarmaðurinn Koulibaly hefur verið gríðarlega eftirsóttur en hann hefur verið afskaplega góður hjá ítalska liðinu Napoli. Orðið á götunni er að hann gæti verið á förum fyrir nógu góða upphæð þar sem Napoli vill sækja sóknarmanninn Victor Osimhen til franska liðsins Lille. Til þess þarf liðið meiri pening og gæti hann komið með sölu á Koulibaly.

18. Allan Saint-Maximin

Franski kantmaðurinn hefur verið að gera góða hluti með Newcastle á leiktíðinni. Stjórnendur Newcastle hafa gefið það út að Saint-Maximin sé ekki á förum frá félaginu en með áhuga frá liðum eins og PSG, Napoli og Arsenal gæti rétta upphæðin komið upp.

19. Thiago Alcantara

Thiago hefur verið sagður vilja fara frá þýska stórveldinu Bayern Munchen. Hvert för hans er heitið er óvitað en bæði Manchester City og Liverpool eru sögð hafa áhuga á leikmanninum.

20. Thomas Partey

Partey hefur verið orðaður við Arsenal en hann er á mála hjá Atletico Madrid á Spáni. Atletico Madrid er þó sagt ætla að bjóða Partey nýjan samning með tvöföldum launum til að halda honum í spænsku höfuðborginni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

Víðir segir nei – Engir áhorfendur á leikjum á Íslandi

Víðir segir nei – Engir áhorfendur á leikjum á Íslandi
433Sport
Í gær

Gylfi Sig bauð eiginkonunni í óvænta ferð um helgina – Sjáðu hvert þau fóru

Gylfi Sig bauð eiginkonunni í óvænta ferð um helgina – Sjáðu hvert þau fóru
433Sport
Fyrir 3 dögum

Svona fögnuðu knattspyrnumennirnir eftir sigurinn – Bjór, kampavín og karaókí

Svona fögnuðu knattspyrnumennirnir eftir sigurinn – Bjór, kampavín og karaókí
433Sport
Fyrir 4 dögum

Evrópudeildin: Liðsfélagar Ragnars töpuðu gegn Manchester United – Inter sigraði sinn leik

Evrópudeildin: Liðsfélagar Ragnars töpuðu gegn Manchester United – Inter sigraði sinn leik