fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
433Sport

Hjartnæmt augnablik fest á filmu: Henderson sýnir hvers vegna hann er fyrirliði – Kemur feimnum leikmanni í nýju landi til bjargar

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 23. júlí 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, fékk í gær að lyfta deildarbikarnum fyrir Liverpool í fyrsta skipti í 30 ár. Á verðlaunaafhendingunni sýndi Henderson hvers vegna hann ber fyrirliðabandið með réttu.

Hinn japanski Takumi Minamino kom til Liverpool í byrjun þessa árs. Hann hefur ekki náð að stimpla sig inn í sterkt byrjunarlið Liverpool en fékk engu að síður að vera með á verðlaunaafhendingunni í gær. Minamino fékk medalíu og fór upp á verðlaunapallinn með liðinu sínu en hélt sér til baka og virtist vera feiminn við að vera með liðinu.

Jordan Henderson sýndi þá hvers vegna hann er fyrirliði liðsins en hann tók eftir því að Minomino var ekki með öllu liðinu. Hann fór til Minamino og dró hann framar og sýndi honum að hann ætti þetta jafn mikið skilið og allir í kringum hann.

Minomino virtist gleðjast við þetta en hann birti mynd af sér síðar um kvöldið þar sem hann heldur glaður á bikarnum.

https://www.instagram.com/p/CC9wvsZB8IW/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Allt í bulli hjá Tottenham og leikmaður hraunar yfir yfirmenn – „Þeir mæta bara þegar allt gengur vel“

Allt í bulli hjá Tottenham og leikmaður hraunar yfir yfirmenn – „Þeir mæta bara þegar allt gengur vel“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sesko skoraði tvö en ekki tókst United að vinna – Rosaleg dramatík hjá Newcastle

Sesko skoraði tvö en ekki tókst United að vinna – Rosaleg dramatík hjá Newcastle
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Albert skoraði í grátlegu jafntefli Fiorentina

Albert skoraði í grátlegu jafntefli Fiorentina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Læknir hjá Liverpool virðist uppljóstra um stöðuna með breytingum í Fantasy

Læknir hjá Liverpool virðist uppljóstra um stöðuna með breytingum í Fantasy
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Pervertar áreittu sænsku stúlkuna við komuna til London – Svona var brugðist við

Pervertar áreittu sænsku stúlkuna við komuna til London – Svona var brugðist við
433Sport
Í gær

Tveir sagðir ætla að endursemja þrátt fyrir áhuga frá Englandi

Tveir sagðir ætla að endursemja þrátt fyrir áhuga frá Englandi
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Arsenal fer til Tyrklands

Fyrrum leikmaður Arsenal fer til Tyrklands