fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Hjartnæmt augnablik fest á filmu: Henderson sýnir hvers vegna hann er fyrirliði – Kemur feimnum leikmanni í nýju landi til bjargar

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 23. júlí 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, fékk í gær að lyfta deildarbikarnum fyrir Liverpool í fyrsta skipti í 30 ár. Á verðlaunaafhendingunni sýndi Henderson hvers vegna hann ber fyrirliðabandið með réttu.

Hinn japanski Takumi Minamino kom til Liverpool í byrjun þessa árs. Hann hefur ekki náð að stimpla sig inn í sterkt byrjunarlið Liverpool en fékk engu að síður að vera með á verðlaunaafhendingunni í gær. Minamino fékk medalíu og fór upp á verðlaunapallinn með liðinu sínu en hélt sér til baka og virtist vera feiminn við að vera með liðinu.

Jordan Henderson sýndi þá hvers vegna hann er fyrirliði liðsins en hann tók eftir því að Minomino var ekki með öllu liðinu. Hann fór til Minamino og dró hann framar og sýndi honum að hann ætti þetta jafn mikið skilið og allir í kringum hann.

Minomino virtist gleðjast við þetta en hann birti mynd af sér síðar um kvöldið þar sem hann heldur glaður á bikarnum.

https://www.instagram.com/p/CC9wvsZB8IW/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur