fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Efsta deild kvenna: „Þurfum að rétta okkur við“

Sóley Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 14. júlí 2020 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjötta umferð í efstu deild kvenna í knattspyrnu hefst í kvöld. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 17:30 í Vestmannaeyjum þegar ÍBV tekur á móti Breiðablik. Klukkan 18:00 hefst leikur Þórs/KA gegn FH á Akureyri. Tveir leikir hefjast klukkan 19:15. Stjarnan tekur á móti KR á Samsungvellinum í Garðabæ og Þróttur tekur á móti Selfoss á Eimskipsvellinum í Laugardal. Á morgun er einn leikur á dagskrá. Valur tekur á móti Fylki á Origovellinum klukkan 19:15. Leikur Vals og Fylkis verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

„Erum ekki nær þeim en þetta“

Stjarnan er í sjötta sæti með sex stig eftir fimm leiki og KR er á botninum án stiga eftir þrjá leiki. Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar segir hópinn vel stemmdan fyrir leik kvöldsins. „Þetta verður spennandi að því leyti að við þurfum að rétta okkur við eftir erfiða þrjá leiki á móti toppliðum.“

Munurinn á þremur efstu liðunum og þeim sem á eftir koma er mikill að sögn Kristjáns. „Okkar úrslit eru í takt við úrslit annarra liða á móti þessum sterkustu liðum. Kaldur sannleikur er sá að við erum ekki nær þeim en þetta. Maður er svona að vona að ungir og ferskir fætur geti hlaupið meira eða haldið boltanum betur á móti eldri leikmönnum en það virðist ekki vera. Þegar munurinn er svona mikill sjást mistökin sem við erum að gera og veikleikarnir.“

„Leikurinn skiptir gríðarlegu máli“

Kristján býst við jöfnum leik í kvöld á móti KR. „Tölfræðin segir okkur það að þetta eru jafningjaleikir. Leikurinn skiptir gríðarlegu máli upp á stigasöfnun í neðri hlutanum.“

KR skoraði fjögur mörk í síðasta leik sem var bikarleikur. Kristján býst við að það hafi gefið þeim byr undir báða vængi. „Þær snéru leiknum við og áttu góðan seinni hálfleik á móti Tindastól. Það hlýtur að hafa komið þeim í gang.“

Fyrirliðinn meiddist í heimaæfingum

Anna María Baldursdóttir fyrirliði Stjörnunnar hefur ekkert spilað með liðinu í sumar. Kristján getur ekki sagt til um það hvenær hún snýr aftur á völlinn. „Hún spilaði heilan leik fyrir Covid og meiðist svo í heimaæfingum og er ekkert á leiðinni inn á völlinn eins og staðan er núna. Hún er með eitthvað þrálátt í hnénu.“

Leikir í 6. umferð

Þriðjudagurinn 14. júlí

ÍBV – Breiðablik kl. 17:30

Þór/KA – FH kl. 18:00

Stjarnan – KR kl. 19:15

Þróttur R. – Selfoss kl. 19:15

Miðvikudagurinn 15. Júlí

Valur – Fylkir kl. 19:15

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Umboðsmaður Sesko uppljóstrar um plan Manchester United – Þetta er árið sem á að vinna deildina

Umboðsmaður Sesko uppljóstrar um plan Manchester United – Þetta er árið sem á að vinna deildina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Evans segir upp hjá United eftir nokkra mánuði í starfi

Evans segir upp hjá United eftir nokkra mánuði í starfi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher hafður að háð og spotti eftir þessa línu um Mo Salah í gærkvöldi

Carragher hafður að háð og spotti eftir þessa línu um Mo Salah í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool og Barcelona fá skilaboð um miðjumann sem þau geta keypt í janúar

Liverpool og Barcelona fá skilaboð um miðjumann sem þau geta keypt í janúar
433Sport
Í gær

Sjáðu átta mínútna þrumuræðu Carragher yfir Salah: Segir allt hafa verið skipulagt – Sé að reyna að láta reka Slot

Sjáðu átta mínútna þrumuræðu Carragher yfir Salah: Segir allt hafa verið skipulagt – Sé að reyna að láta reka Slot
433Sport
Í gær

Sleppur við fangelsi en fær væna sekt – Líkti tveimur konum við morðingja og Stalín

Sleppur við fangelsi en fær væna sekt – Líkti tveimur konum við morðingja og Stalín