Gabriel Jesus, leikmaður Manchester City, hefur réttilega skotið hressilega á þá kynþáttahatara sem hafa látið í sér heyra síðustu vikur.
Hasstaggið #Blacklivesmatter hefur verið út um allt á samskiptamiðlum eftir dauða George Floyd þann 25 maí síðastliðinn eftir árás frá lögreglumönnum í Minneapolis.
Jesus er kominn með nóg af þessu fólki og lét í sér heyra opinberlega.
,,Við erum ekkert að segja að önnur líf skipti ekki máli heldur að líf þeirra sem verða fyrir rasisma skipta líka máli,“ sagði Jesus.
,,Þetta má ekki gerast. Það eru ekki allir kynþáttahatarar, flestir eru það ekki en þeir sem eru það eru heilalausir.“
,,Þegar við notum þessa setningu þá er það vegna þess að við þekkjum það að verða fyrir rasisma.“