fbpx
Miðvikudagur 27.maí 2020
433Sport

Fullyrt var að Stefán ætlaði að berja Helga í sturtunni: „Fjölmiðlar mála það upp að ég sé ofbeldismaður“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. apríl 2020 20:00

Helgi Sigurðsson Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli síðasta sumar þegar Mikael Nikulásson, sérfræðingur Dr. Football hélt því fram að Stefán Logi Magnússon, þá markvörður Fylkis hafi ætlað að berja þáverandi þjálfara liðsins, Helga Sigurðsson.

Atvikið átti að hafa átt sér stað í sturtuklefanum í Kaplakrika eftir tap Fylkis gegn FH. ,,Ég er með fréttir sem ég var að heyra, það fer ekkert framhjá okkur hérna. Mér skilst að það hafi verið læti eftir leikinn í Kaplakrika, FH vann 2-1 eftir að hafa verið undir,“ sagði Mikael í Dr Football þættinum síðasta sumar..

Þá sagði Mikael að Helgi hefði gagnrýnt Stefán fyrir mark sem hann fékk á sig í tapinu. ,,Helgi Sigurðsson var ekki sáttur við markvörðinn sinn, Stefán Loga í fyrsta markinu. Ég kíkti á þetta mark aftur, ég skil Helga að hafa verið pirraðan. Hann átti að verja þetta, Helgi var eitthvað að skjóta á hann og skamma hann inni í klefa. Stefán Logi ákvað að svara fyrir sig, varð æstur. Mjög æstur út í Helga, síðan er komið inn í sturtu og átti að róa málin. Þá fer allt á annan endann, Stefán Logi ætlaði hreinlega að ráðast á Helga.“

Mikael sagði að það hefði þurfti nokkra á milli til þess að Stefán Logi myndi ekki lemja Helga. ,,Það þurfti 2-3 Fylkismenn á milli til að stoppa hreinlega slagsmál, á milli þjálfarans og markvarðarins. Það þurfti menn á milli. Menn voru heitir, Stefán Logi hefur ekki verið sáttur við þessa gagnrýni, það hefur átt að svara með hnefum. Helgi er þjálfarinn og þetta er markvörðurinn, það verður gaman að sjá hvort Stefán Logi spilar næstu leiki. Hvort þetta hafi áhrif á hópinn.“

Stefán Logi hafði aldrei svarað fyrir þetta en fór yfir málið í viðtali við Hafliða Breiðfjörð á Fótbolta.net í vikunni. „Hann spurði mig hvort ég ætlaði ekki að fara að axla ábyrgð sem ég taldi mig hafa gert með því að stíga inn og reyna að hjálpa félaginu á erfiðum tímum. Á móti kemur að þetta var búið á fimm sekúndum,“ sagði Stefán Logi við Fótbolta.net.

„Ég segi fátt en þó ‘ertu að grínast?’ og spyr hvort hann vilji ekki klára þetta? Þetta var blásið upp og þó ég hafi gripið í hálsmálið á honum er það ekki eins og ég hafi verið að kýla einhvern. Það er alvarlegt þegar fjölmiðlar mála það upp að ég sé ofbeldismaður. Það er ekki gaman fyrir mína nánustu, börnin mín og fleiri. Hlutur sem klárast á fimm sekúndum verður að dramatík.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? – „Úff smá klúður“

Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? – „Úff smá klúður“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þjóðin hefur talað: Þetta lið verður Íslandsmeistari

Þjóðin hefur talað: Þetta lið verður Íslandsmeistari
433Sport
Í gær

Lést 21 árs gamall – Flúði ungur að árum til Ítalíu

Lést 21 árs gamall – Flúði ungur að árum til Ítalíu
433Sport
Í gær

Klopp skoðar að selja þessa þrjá til að fjármagna kaup

Klopp skoðar að selja þessa þrjá til að fjármagna kaup
433Sport
Í gær

Guðlaugur bestur í Þýskalandi

Guðlaugur bestur í Þýskalandi
433Sport
Í gær

Allar líkur á að Ighalo hafi spilað sinn síðasta leik

Allar líkur á að Ighalo hafi spilað sinn síðasta leik
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ekki múkk um stelpurnar og Kristján er ósáttur – „Þetta er bara bullshit“

Ekki múkk um stelpurnar og Kristján er ósáttur – „Þetta er bara bullshit“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gæsahúðar auglýsing með þeim bestu: Aldrei gefast upp

Gæsahúðar auglýsing með þeim bestu: Aldrei gefast upp