fbpx
Fimmtudagur 24.september 2020
433Sport

Horfði upp á móður sína verða fyrir grófu ofbeldi: „Mjög erfitt að fara í kirkjugarðinn“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 27. apríl 2020 08:00

© 365 ehf / Jóhanna K Andrésdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Það fer ekkert meira i taugarnar á mér en heimilisofbeldi gegn konum. Þurfti að alast upp við það allt mitt líf nánast. Þangað til eg varð “fullorðin” og þorði að stoppa það,“ skrifaði Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks á Twitter á dögunum.

Varnarmaðurinn knái kom ungur að árum til Íslands frá Serbíu, skömmu eftir komuna til Ísands fór móðir hans að hitta íslenskan karlmann.

Fljótlega fór Damir að verða var við heimilisofbeldi gegn móður sinni en hann hafði þá búið á Íslandi í rúm fimm ár.

„Mér finnst alveg erfitt að tala um þetta. Ég er að verða þrítugur og það eru einhver 10 plús árum seinna sem ég er að tala um þetta. Við bjuggum bara saman, ég mamma og kærastinn hennar. Og ég veit ekki hvort þetta gekk á frá degi eitt eða hvað, en ég hef alveg orðið vitni af heimilisofbeldi. Þannig séð grófu heimilisofbeldi, þegar ég var 15-16 ára. Og ég vissi einhvern veginn ekki alveg hvernig ég ætti að höndla það,“
sagði Damir við RÚV í kvöldfréttum í gær.

„Ég þorði ekkert að tala um þetta, þorði ekkert að segja neinum frá þessu og ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera. Ég tjáði mig á Twitter um daginn með þetta og ég hugsaði mig alveg lengi um hvort ég ætti að gera það. Því ég vissi þá að þetta myndi koma upp með sjálfan mig.“

Móðir þessa öfluga knattspyrnumanns lést árið 2017 og finnst honum erfitt að heimsækja hana í kirkjugarðinn. „Eftir að mamma mín deyr sko hef ég ekkert rætt þetta við þannig séð marga. Ég hef alveg fengið hjálp frá fjölskyldunni minni og barnsmóður minni og allt það, og á þeim alveg mikið af þakka, en ég bara tala aldrei um þetta. Af því að mér finnst það mjög erfitt. Mér finnst mjög erfitt að fara í kirkjugarðinn og heimsækja móður mína. Sérstaklega þegar börnin mín eru með mér, stelpan mín talar endalaust um hana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Heldur Liverpool áfram í gír?

Langskotið og dauðafærið – Heldur Liverpool áfram í gír?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Seltirningur í rusli eftir að hafa misst stjórn á sér í beinni útsendingu – „Ertu moron?“

Seltirningur í rusli eftir að hafa misst stjórn á sér í beinni útsendingu – „Ertu moron?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

FH þarf að reiða fram 5 milljónir ef Óli Kalli á að spila gegn Val

FH þarf að reiða fram 5 milljónir ef Óli Kalli á að spila gegn Val
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skitið í deigið í Garðabæ – „Keppir ekki við íþróttafélag borgarsjóðs í boði Dags B“

Skitið í deigið í Garðabæ – „Keppir ekki við íþróttafélag borgarsjóðs í boði Dags B“
433Sport
Í gær

Fékk annað tækifæri eftir hrottalegt ofbeldi gegn konu – Simon með óbragð í munni

Fékk annað tækifæri eftir hrottalegt ofbeldi gegn konu – Simon með óbragð í munni
433Sport
Í gær

Elín Metta tryggði Íslandi mikilvægt stig í undankeppni EM

Elín Metta tryggði Íslandi mikilvægt stig í undankeppni EM
433Sport
Í gær

Ensk götublöð kafa ofan í líf Rúnars – Bráðaskurðaðgerð og unnustan

Ensk götublöð kafa ofan í líf Rúnars – Bráðaskurðaðgerð og unnustan
433Sport
Í gær

Er skítamórall í Kópavogi?

Er skítamórall í Kópavogi?
433Sport
Í gær

Formaður FH um framtíð Eiðs Smára og Loga: „Eitthvað sem við hljótum að vera að skoða“

Formaður FH um framtíð Eiðs Smára og Loga: „Eitthvað sem við hljótum að vera að skoða“