fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Horfði upp á móður sína verða fyrir grófu ofbeldi: „Mjög erfitt að fara í kirkjugarðinn“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 27. apríl 2020 08:00

© 365 ehf / Jóhanna K Andrésdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Það fer ekkert meira i taugarnar á mér en heimilisofbeldi gegn konum. Þurfti að alast upp við það allt mitt líf nánast. Þangað til eg varð “fullorðin” og þorði að stoppa það,“ skrifaði Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks á Twitter á dögunum.

Varnarmaðurinn knái kom ungur að árum til Íslands frá Serbíu, skömmu eftir komuna til Ísands fór móðir hans að hitta íslenskan karlmann.

Fljótlega fór Damir að verða var við heimilisofbeldi gegn móður sinni en hann hafði þá búið á Íslandi í rúm fimm ár.

„Mér finnst alveg erfitt að tala um þetta. Ég er að verða þrítugur og það eru einhver 10 plús árum seinna sem ég er að tala um þetta. Við bjuggum bara saman, ég mamma og kærastinn hennar. Og ég veit ekki hvort þetta gekk á frá degi eitt eða hvað, en ég hef alveg orðið vitni af heimilisofbeldi. Þannig séð grófu heimilisofbeldi, þegar ég var 15-16 ára. Og ég vissi einhvern veginn ekki alveg hvernig ég ætti að höndla það,“
sagði Damir við RÚV í kvöldfréttum í gær.

„Ég þorði ekkert að tala um þetta, þorði ekkert að segja neinum frá þessu og ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera. Ég tjáði mig á Twitter um daginn með þetta og ég hugsaði mig alveg lengi um hvort ég ætti að gera það. Því ég vissi þá að þetta myndi koma upp með sjálfan mig.“

Móðir þessa öfluga knattspyrnumanns lést árið 2017 og finnst honum erfitt að heimsækja hana í kirkjugarðinn. „Eftir að mamma mín deyr sko hef ég ekkert rætt þetta við þannig séð marga. Ég hef alveg fengið hjálp frá fjölskyldunni minni og barnsmóður minni og allt það, og á þeim alveg mikið af þakka, en ég bara tala aldrei um þetta. Af því að mér finnst það mjög erfitt. Mér finnst mjög erfitt að fara í kirkjugarðinn og heimsækja móður mína. Sérstaklega þegar börnin mín eru með mér, stelpan mín talar endalaust um hana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
433Sport
Í gær

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Í gær

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar