fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Halldór fer yfir atvikið óhugnanlega þar sem fólk óttaðist um líf hans: Fékk annað höfuðhögg heima hjá sér

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 26. mars 2020 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylkir og Víkingur Reykjavík áttust við í Lengjubikarnum í upphafi mánaðar en þeim leik lauk með 0-2 sigri Víkinga. Óhugnanlegt atvik átti sér stað í leiknum þegar Halldór Smári Sigurðsson, varnarmaður Víkings fékk þungt höfuðhögg í leiknum og óttuðust margir það versta. Hann lenti í samstuði við Arnór Gauta Ragnarsson, sóknarmann Fylkis.

,,Leikurinn var stöðvaður í um fimmtán mínútur, um tíma hélt óttaðist ég hreinlega um líf Halldórs,“ sagði áhorfandi á vellinum í samtali við 433.is um eftir leikinn.

Halldór ræddi þetta óhuganlega atvik við Jóhann Skúla í Draumaliðinu og fór yfir stöðuna á sér í dag.

,,Heilsan er nokkuð góð, ég fór í vinnuna í gær í fyrsta sinn eftir tveggja vikna frí. Mér líður vel, ég hef ekki verið með hausverk síðan í síðustu viku. Ég er búinn að vera að æfa með styrktarþjálfara, passa að ég fari ekki yfir eitthvað ákveðið í púls,“ sagði Halldór.

EFtir að hafa verið útskrifaður af spítala hélt Halldór heim á leið en þar fékk hann annað högg.

,,Höfuðhögg kom þarna á föstudeginum, tveimur dögum eftir það leið yfir mig heima. Ég fékk annað höfuðhögg, ég sat í eldhúsinu og það leið yfir mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni