fbpx
Fimmtudagur 04.júní 2020
433Sport

Víðir Reynisson lærði mikið af því að starfa með Heimi: Skilur þetta orð miklu betur í dag en áður

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. mars 2020 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hefur vakið mikla athygli í starfi sínu síðustu vikur. Víðir hefur verið í framlínunni þegar kemur að ákvörðun er varðar kórónuveiruna. Hann situr daglega fréttamannafundi og fer yfir stöðu mála með þjóðinni.

Víðir er í starfi hjá KSÍ, þar er hann öryggisstjóri. Hann fékk tímabundið leyfi frá starfinu til aðstoða ríkislögreglustjóra á dögunum.

Víðir hefur farið á þrjú stórmót með íslenska landsliðinu, tvö með karlalandsliðinu og eitt með kvennalandsliðinu. Hann segist hafa lært mikið af því að starfa í kringum fótboltann.

,,Í þessu verkefni núna, þá hefur maður lært af þessum þjálfurum. Heimi og Lars, svo Erik og Freyr núna. Maður skilur orðið „team“ miklu betur en maður gerði áður, Heimir Hallgrímsson kenndi mér margt þar,“ sagði Víðir í Bítinu á Bylgjunni í dag og átti þar við hvað liðsheildin í almannavörnum, skiptir miklu máli.

Hann segir Heimi hafa verið snilling í því að setja saman rétta teymið til að fá það besta úr öllum.

,,Hvernig maður fær fólk með sér og hvernig teymið þarf að vera til, í fótboltanum skiptir ekki bara máli með þessa ellefu á vellinum. Varamenn skipta máli, starfsfólkið, stuðningsmennirnir og allt fólkið. Ég hef tileinkað mér það núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þessir þénuðu mest á Instagram á meðan kórónuveiran lokaði öllu

Þessir þénuðu mest á Instagram á meðan kórónuveiran lokaði öllu
433Sport
Í gær

Kristinn nakinn á hlaupum í Árbæ: „Ekki alveg standard búnaður í sturtu“

Kristinn nakinn á hlaupum í Árbæ: „Ekki alveg standard búnaður í sturtu“
433Sport
Í gær

Tíu skærustu stjörnur íslenska fótboltans

Tíu skærustu stjörnur íslenska fótboltans
433Sport
Í gær

Fer kostulega leið til að reyna að hræða innbrotsþjófa sem heimsækja hann reglulega

Fer kostulega leið til að reyna að hræða innbrotsþjófa sem heimsækja hann reglulega
433Sport
Fyrir 2 dögum

Búið að brjóta allt og bramla á heimavelli Real Madrid

Búið að brjóta allt og bramla á heimavelli Real Madrid
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kristján Óli valdi tíu bestu konurnar – „Ég sofnaði ekki í nótt“

Kristján Óli valdi tíu bestu konurnar – „Ég sofnaði ekki í nótt“