Fimmtudagur 20.febrúar 2020
433Sport

Skatturinn í Svíþjóð segir íslenskan landsliðsmann stórskuldugan

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 08:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elías Már Ómarsson, íslenskur landsliðsmaður í knattspyrnu skuldar skattaryfirvöldum í Svíþjóð 357 þúsund sænskar krónur. Göteborgs-Tidningen segir frá en Íslendingavaktin vakti fyrst athygli á málinu.

Um er að ræða fimm milljónir íslenskra króna sem skatturinn í Svíþjóð segir að Elías hafi ekki greitt. Elías lék með sænska félaginu Gautaborg en fór þaðan árið 2018.

Skattyfirvöld hafa ítrekað skuld hans reglulega en rannsókn er lokið og skuld Elíasar þarf að greiðast innan tíðar.

Um er að ræða 14 skipti sem skatturinn segir að Elías hafi ekki greitt skatta, átta þeirra tengjast launagreiðslum frá Gautaborg. Sex eru svo vegna vegatolla sem Elías hefur þá gleymt að greiða.

,,Ég hef enga hugmynd um hvað þetta getur verið, ég veit ekkert. Ég laga þetta ef þetta eru mistök. Veist þú hvernig ég get haft samband,“ sagði Elías við sænska miðla.

„Umboðsmaðurinn minn er nú að athuga þetta og ef eitthvað þarf að gera þá munum við auðvitað laga það,“ sagði Elías svo.

Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Elíasar ræðir nú við skattyfirvöld og efast um að þetta sé rétt upphæð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Oasis bróðir segir spillingu innan UEFA: Telur upp þá sem stjórna og vilja City burt

Oasis bróðir segir spillingu innan UEFA: Telur upp þá sem stjórna og vilja City burt
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kolbeinn varla æft neitt í vetur: Meiðsli og veikindi hafa herjað á hann

Kolbeinn varla æft neitt í vetur: Meiðsli og veikindi hafa herjað á hann
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ný kærasta Neymar vekur mikla athygli: Fyrirsæta frá Króatíu

Ný kærasta Neymar vekur mikla athygli: Fyrirsæta frá Króatíu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hugarfar stórstjörnu vekur athygli: Hjálpar fátækum – „Ég þarf ekki dýra bíla, dýrt heimili, flugvélar“

Hugarfar stórstjörnu vekur athygli: Hjálpar fátækum – „Ég þarf ekki dýra bíla, dýrt heimili, flugvélar“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu Dele Alli sturlast eftir að Mourinho tók hann af velli

Sjáðu Dele Alli sturlast eftir að Mourinho tók hann af velli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stórt áfall fyrir Manchester United: Rashford frá lengur en búist var við – EM í hættu

Stórt áfall fyrir Manchester United: Rashford frá lengur en búist var við – EM í hættu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Henderson: Tími Coutinho er liðinn

Henderson: Tími Coutinho er liðinn